Klár í hvað sem er
Áfram
Frábær vinnufélagi

Nýr Proace Max

Ekkert verk er ofviða

Með allt að 17m³ farmrými og val um fjölda útfærslna fullkomnar nýr Proace Max sendibílalínu Toyota. Proace Max er fáanlegur í þremur mismunandi lengdum og hæðum og hægt er að velja á milli rafmagns eða dísilvéla, möguleikarnir eru endalausir.

Væntanleg

Rafmagn / dísil
Veldu á milli fjölda lengda og stærða
Toyota Professional
Fyrir þig
Hvort sem þig vantar bíl, tryggingar, hraðþjónustu eða vegaaðstoð þá er Toyota Professional þinn samstarfsaðili. Alhliða þjónustuúrval okkar er hér til að svara öllum þínum viðskiptaþörfum.

Toyota Relax

Toyota Relax ábyrgð býður upp á þann kost að framlengja ábyrgðina á viðkomandi bifreiðum um 12 mánuði / 15.000 km (20.000 km í tilviki Proace) í senn – hvort sem fyrr kemur – eftir að 5 ára eða 7 ára ábyrgð frá innflutningsaðilanum er útrunnin eða í þann mund að renna út. Það eina sem eigandi bifreiðarinnar þarf að gera er að koma með hana í þjónustuskoðun hjá viðurkenndum þjónustuaðila Toyota á Íslandi. Toyota Relax er í boði þar til Toyota bifreið hefur náð 10 ára aldri eða verið ekin 200.000 km eða meira – hvort sem fyrr kemur.

Hraðþjónusta Toyota

Reglulegt viðhald er lykilatriði til að hámarka endingu bílsins og öryggi farþeganna. Hraðþjónustan sinnir meðal annars:  - bilanagreiningum  - smurþjónustu - peruskiptum - smærri viðgerðum. Viðskiptavinir geta í flestum tilfellum beðið á meðan þjónustunni er sinnt eða fengið afnot af bíl hjá Toyota Professional ef það hentar betur. Ef upp koma verkefni sem ná út fyrir ramma hraðþjónustu veitir starfsfólk leiðbeiningar um aðra lausn.

Vegaaðstoð

Ökutæki Toyota Professional eru eins áreiðanleg og mögulegt er. En vandamál geta komið upp, sérstaklega þegar veður eru slæm eða vegir ekki upp á sitt besta. Þess vegna bíður Toyota Professional 12 mánaða vegaaðstoð með öllum nýjum og notuðum keyptum bílum 365 daga ársins. *Ath vegaaðstoðin gildir eingöngu fyrir bíla keypta 1. júlí 2023 eða síðar. Hafðu samband við vegaaðstoð í síma 5 112 112

Afnot af bíl

Ekki hafa áhyggjur af því að vera bíllaus. Toyota Professional sér til þess bjóða uppá fjölbreytt úrval af bílum ef eitthvað kemur uppá eða ef bíllinn þarf að fara á verkstæði.

Toyota tryggingar

Tryggð frá fyrsta starti, þú getur gengið frá kaupunum á ökutækjatryggingunni þegar í stað á einfaldan og þægilegan hátt á toyotatryggingar.is
Þitt er valið
Proace Max fyrir öll verk
Það er mikilvægt að vanda valið þegar kemur að því að velja bíl í fyrirtækjarekstri. Proace Max er í boði í mismunandi útfærslum og lengdum svo þú ættir að geta fundið það sem þú leitast eftir fyrir þinn rekstur.
Þægileg vinnuaðstaða
Með þér í liði
Þægilegt, loftkælt eða upphitað rými til að vinna í eða slaka á, í Proace Max er pláss fyrir tvo eða þrjá í sæti. Snjöll innrétting er sérsniðin fyrir lífið á veginum, Proace sameinar þægindi og afköst.

Nóg pláss

Þarftu pláss? Þú hefur það. Stærsti Proace Max býður upp á mikla flutningsgetu eða allt að 17m³ í farmrými sem er 2172 mm hátt og 4070 mm langt og 3000 kg dráttargetu.

Notendavænt innanrými

Tvö handhæg USB tengi og 230V rafmagnsinnstunga tryggja að tækin þín séu alltaf með næga hleðslu og tilbúin að klára vinnudaginn með þér.

Áreynslulaus tækni

Ökumannsrýmið er þægilegt og notendavænt. TFT upplýsingaskjárinn birtir gagnlegar upplýsingar um aksturinn. Á stýrinu eru hnappar sem auðvelda þér að hringja og svara símtölum án þess að taka hendurnar af stýrinu.

Pláss fyrir allt

Það er nóg af hentugum geymslulausnum í Proace Max, í hurðum er hægt að geyma sólgleraugu, nestið, vinnuskjöl eða jafnvél 1,5 lítra flöskur. Í læstu hólfi í mæliborðinu er svo hægt að geyma mikilvæg gögn eða snjallsíma.

Aflrásir
Veldu það sem hentar þér


Hverjar sem kröfur þínar eru, þá er Proace Max með aflrás sem hentar. Veldu milli dísilvéla með beinskiptingu eða sjálfskiptingu eða keyrðu um á rafmagni án útblásturs.

Rafvæddu atvinnureksturinn

Með kraftmikilli 270 hestafla vél sem inniheldur 110 kWh drifrafhlöðu er áætluð WLTP drægni 420 km.  

Frábær afköst

2,2 lítra dísilvélar Proace Max eru í boði í tveimur afkastaútfærslum, frá 140 og upp í 180 DIN hö og fást með beinskiptingu og sjálfskiptingu.

 

Með kraftmikilli 270 hestafla vél sem inniheldur 110 kWh drifrafhlöðu er áætluð WLTP drægni 420 km.  

Stærð drifrafhlöðu
110 kWh
Drægni
allt að 420 km
Afl
270 hö (hámarksafl)

2,2 lítra dísilvélar Proace Max eru í boði í tveimur afkastaútfærslum, frá 140 og upp í 180 DIN hö og fást með beinskiptingu og sjálfskiptingu.

 

Vél
2,2 l dísil
Afköst
allt að 180hö
Eldsneytiseyðsla
Frá 7,5 l/100km
CO₂
Frá 198 g/km
Viltu vita meira um Proace Max?
Hafðu samband við Toyota Professional fyrirtækjalausnir