Sama nafn, ný táknmynd
Endurhannaður Prius Plug-in Hybrid fer frammúr öllum væntingum. Flottari og sparneytnari en nokkur sinni fyrr og algjörlega óhræddur við að vera hann sjálfur. Táknmynd framfara.
Velja útfærslu
Frá
8.150.000 kr.
Frá
7.850.000 kr.
Frá
9.050.000 kr.
Endurhannaður Prius Plug-in Hybrid fer frammúr öllum væntingum. Flottari og sparneytnari en nokkur sinni fyrr og algjörlega óhræddur við að vera hann sjálfur. Táknmynd framfara.
Nýstárlegur andi nýja Prius endurspeglast í einkennandi hönnun hans. Nýr Prius Plug-in Hybrid er fallega straumlínulagaður í útliti þar sem lág þaklína og hönnun sem einkennir tveggja dyra bíla er áberandi. Þetta er Prius í glænýrri útfærslu, með rennilegu yfirbragði.
Nýstárlegur að innan sem utan. Rúmgóð og fáguð innrétting með sportlega en jafnframt þæginlega akstursstöðu sem undirstrika framúrstefnulegan karakter Prius.
Smelltu á bílinn hér að neðan til að skoða 360° mynd af nýjum Prius Plug-in Hybrid.
*Aðeins ein útfærsla af þessari gerð er sýnd og því er þetta ekki lýsandi fyrir alla vörulínuna. Tæknilýsingar geta verið mismunandi eftir þínu markaðssvæði.
Plug-in Hybrid-tæknin skilar afli án málamiðlana. Innanbæjar nær nýr Prius meira en 72 km* drægi á rafmagni. Með 2,0 lítra vél eru engin takmörk á því hvaða staði þú getur kannað. Þessi tvískipta aflrás veitir aukið frelsi þar sem þú getur auðveldlega hlaðið bílinn heima eða á hleðslustöðvum.
* Blandaður akstur, háð akstursaðstæðum og gerð.
Þú ert við stjórnvölinn í nýjum Prius Plug-in Hybrid. Viðbragðsfljótur 12,3 tommu snertiskjár veitir skjótan aðgang að ýmsu efni. Einnig er hægt að fylgjast með helstu akstursupplýsingum á 7 tommu TFT-fjölnotaskjá fyrir ökumann.
Sólarsella á þaki
Nýr Prius Plug-in Hybrid getur breytt sólarorku í hreyfiafl. Sólarsella á þaki breytir sólarljósi í raforku og veitir allt að 8 km viðbótardrægi á rafmagni á dag.
Hlaðið heima við
Gættu þess að þinn Prius Plug-in Hybrid sé alltaf tilbúinn í akstur á rafmagni með því að hlaða hann heima við. Þú getur fullhlaðið hann á u.þ.b. 4 klukkustundum* með venjulegri innstungu eða heimahleðslustöð. Fylgstu með hleðslustöðu bílsins í MyToyota appinu í símanum.
*Nákvæmur hleðslutími er breytilegur eftir hleðsluskilyrðum.
Hleðsla á hleðslustöðvum
EV-stillingin í Prius Plug-in Hybrid er tilvalin til notkunar í þéttbýli. Á ferðinni er hægt að nota hleðslustöðvar fyrir almenning til að aka um án útblásturs.
Árekstrarviðvörunarkerfið getur greint og aðstoðað þig við að forðast árekstra við önnur ökutæki, gangandi vegfarendur, hjólreiðafólk og mótorhjól. Það varar ökumann við með hljóðmerkjum, sjónrænum viðvörunum og hemlunaraðstoð. Takist ökumanninum ekki að hemla í tæka tíð eru hemlarnir virkjaðir sjálfkrafa til að komast hjá árekstri eða draga úr höggi. Ofan á þetta bætist svo stuðningur árekstrarvarnarkerfis fyrir gatnamót og neyðarstýrisaðstoðar þegar beygt er á gatnamótum og þegar sveigt er fram hjá hættu.
Þetta kerfi aðstoðar ökumanninn við að halda bílnum á akreininni. Kerfið greinir beygjuna fram undan og aðlagar stýrisaðstoðina eftir þörfum. Það getur einnig stutt við akstur í beinni línu.
Þetta kerfi notar blindsvæðisskynjarann til að passa að hurð sem farþegi opnar rekist ekki á bíl eða hjólreiðafólk sem nálgast aftan frá. Ef hætta er á árekstri kvikna ljós á ytri speglunum og fjölnota upplýsingaskjánum, auk þess sem hljóðmerki varar farþegana við.
Þetta kerfi notar myndavél fyrir ofan stýrið til að fylgjast með árvekni og ástandi ökumanns. Viðvörun er gefin ef kerfið greinir óeðlilega stöðu, svo sem þreytu. Upplýsingarnar eru notaðar til að skerpa á afköstum neyðarstöðvunarkerfisins með snemmbúinni greiningu á skertri athygli.
Ef kerfið skynjar aðgerðaleysi frá ökumanni í tiltekinn tíma gera hljóðviðvaranir ökumanninum viðvart. Ef ekkert gerist stöðvar neyðarstöðvunarkerfið bílinn hægt og rólega og heldur honum öruggum á sömu akrein. Kveikt er á hættuljósunum til að vara aðra vegfarendur við og dyrnar eru teknar úr lás til að tryggja neyðarþjónustuaðilum greiðan aðgang ef þörf krefur.
Þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur tryggja að Toyota Safety Sense (TSS) sé uppfært með nýjustu eiginleikum og endurbótum
Þetta kerfi gerir ökumanni kleift að leggja bílnum með snjallsímanum þegar hann stendur fyrir utan bílinn. Það er einfalt og auðvelt í notkun og styður allar gerðir bílastæða. Til að auka öryggið stöðvast bíllinn samstundis ef notandinn tekur fingur af snjallsímanum.
Skoðaðu hinn stórkostlega Prius Plug-in Hybrid frá öllum sjónarhornum.
Hybrid- og Plug-in Hybrid-bílar nota báðir sömu áreiðanlegu Toyota Hybrid Synergy Drive-tæknina, en þó er ákveðinn munur á þeim. Toyota Plug-in Hybrid eru með mun öflugri rafhlöðu og meira drægi á rafmagni – meira en 72km* í tilviki Prius Plug-in Hybrid.
Einnig er hægt að hlaða Plug-in Hybrid-bíla með ytri aflgjafa, til dæmis með heimilisinnstungu, á sérstakri heimahleðslustöð eða á hleðslustöð fyrir almenning. Toyota Plug-in Hybrid-bílar keyra í Hybrid-stillingu jafnvel þegar þeir eru ekki hlaðnir en sparneytnast er að hlaða eins oft og hægt er.
Þegar Toyota Hybrid-bílar eru í Hybrid-stillingu skipta þeir snurðulaust á milli tveggja aflgjafa – sparneytinnar bensínvélar og snjallrar sjálfhlaðandi Hybrid-rafhlöðu. Þetta býður upp á mikinn sveigjanleika, sérstaklega í lengri ferðum.
* Blandaður akstur, háð akstursaðstæðum og gerð.
Nýr Prius er viðbragðsfljótur og kraftmikill og veitir öfluga og ánægjulega akstursupplifun. Hann kemst úr 0 í 100 km/klst. á aðeins 6,8 sekúndum, þökk sé góðri spyrnu og 223 ha. (DIN) heildarafköstum.
Nýr Prius með tvískiptri aflrás er sparneytnari en hefðbundnir bílar. Hann notar minna af eldsneyti og losar minni koltvísýring. Prius Plug-in Hybrid býður einnig upp á alla kosti þess að aka á rafmagni, allt frá öflugu og tafarlausu togi til næstum hljóðlauss aksturs í þéttbýli.
Nýr Prius býður upp á nokkrar akstursstillingar, þar á meðal EV-stillingu sem gerir þér kleift að ferðast hvert sem er á rafmagni án útblásturs. Prius Plug-in Hybrid er með meira en 72 km* drægi á rafmagni eingöngu. Ekki nóg með það heldur nær hann 135 km hraða á klst. með rafakstri í EV-stillingu, með fulla inngjöf**. Í ferðum sem eru lengri en drægi rafmagns leyfir er Prius Plug-in Hybrid eins og Hybrid-bíll og notar bæði bensínafl og endurheimta rafhlöðuhleðslu.
* Blandaður akstur, háð akstursaðstæðum og gerð.
**Háð nægilegri hleðslustöðu
Heimilisinnstunga
Einfalt er að hlaða Prius Plug-in Hybrid á heimilinu og hægt er að tímastilla hleðslu til að nýta lægra verð á næturnar og utan álagstíma, sem dregur úr rekstrarkostnaði.
Heimahleðslustöð
Nýr Prius Plug-in Hybrid er upp á sitt besta þegar hann er hlaðinn reglulega. Þægilegast og öruggast er að hafa aðgang að heimahleðslustöð. Fylgstu með og stýrðu hleðslu úr fjarlægð með MyToyota appinu.
Hleðslustöðvar fyrir almenning
Hleðslustöðvar fyrir almenning eru fljótleg og einföld leið til að tryggja að Prius sé hlaðinn reglulega. Með MyToyota appinu getur þú athugað tímann sem eftir er í fulla hleðslu, mjög gagnlegt þegar þú notar hleðslustöðvar fyrir almenning.
Dagleg hleðsla hjálpar þér að hámarka akstursgetu bílsins á rafmagni og fá sem mest út úr notkun hans.
Mýkt í akstri
Með því að huga að aksturslaginu eykur þú sparneytni rafbílsins í akstri á rafmagni og skilar hámarksafköstum í hverri ferð.
Endurnýting hemlaafls
Endurheimt hreyfiorku við hemlun hleður rafhlöðuna aftur og hægir sjálfkrafa á bílnum þegar þú lyftir fæti af eldsneytisgjöfinni. Nýr Prius gerir þér kleift að stilla hversu mikil hemlaorka er endurheimt.
Forhitun farþegarýmis
Með fjarstýrðri forstillingu hitastigs nærðu fullkomnu hitastigi í innanrýminu óháð veðri. Kældu eða hitaðu bílinn áður en þú ferð af stað án þess að það komi niður á rafhlöðunni.
Toyota hannar allar rafhlöður til að endast út líftíma bílsins. Hverri rafhlöðu fylgir 5 ára /100.000 km* ábyrgð sem hægt er að framlengja í allt að 10 ár með árlegri Hybrid-prófun.
*Hvort sem er fyrr