Rafmagnaður akstur

Hvort sem þú ert að snattast innanbæjar eða fara út úr bænum nýturðu fullkominna þæginda undir stýri allan daginn, í hljóðlátu innanrými og allt að 275 km drægni. Proace City Verso-Electric býður upp á góða hröðun með 136 DIN hö./100 kW rafmótornum og öflugu 50 kWh litíum-jóna-rafhlöðunni.

Fyrir daglegt líf

Hvort sem þú ert að snattast innanbæjar eða fara út úr bænum nýturðu fullkominna þæginda undir stýri allan daginn í hljóðlátu innanrými og með allt að 280 km drægni.*

 

Drægni = allt að 280 km*

*Fer eftir aðstæðum, miðað við WLTP staðla

Val um þrjár akstursstillingar

Proace City Verso Electric er búinn akstursstillingarrofa. Akstursstillingarnar þrjár gera þér kleift að hámarka aflið og auka tog í samræmi við þarfir þínar: „Power“ fyrir sneggri hröðun, „Normal“ fyrir daglega notkun og „Eco“ fyrir lengstu
akstursdrægnina

Auðvelt að hlaða

Á margmiðlunarskjánum birtast nákvæmar upplýsingar um akstursdrægni svo þú njótir fullkomins öryggis í öllum ferðum

Það er auðvelt að hlaða, hvort sem Proace City Verso Electric er stungið í samband við heimahleðslustöð eða hraðhleðslu.

Almenn hraðhleðslustöð - 0,5 klukkustundir* að hlaða 50 kWh rafhlöðuna að 80%.

Heimahleðslustöð - 5–7,5 klukkustundir* að fullhlaða rafhlöðuna.

Heimilisinnstunga - 15–31 klukkustundir* að fullhlaða rafhlöðuna.

* Hleðslutími veltur á aðstæðum á hverjum stað.

  • Stærð drifrafhlöðu

    50 kWh

  • Áætluð WLTP drægni  

    allt að 280 km  

  • Afl

    100 kW

Finndu vél sem hentar þér

Myndin er af Comfort með stuttu hjólhafi. Proace City Verso-línan býður einstakt úrval og sveigjanleika. Þú getur valið á milli þriggja aflrása – þar á meðal rafknúinnar aflrásar án útblásturs og viðbragðsfljótrar dísilvélar

  • Dísilaflrásirnar skila allt að 130 DIN hö. og eru með einu af bestu koltvísýrings útblástursgildin í flokki sambærilegra bíla, auk þess að vera einstaklega sparneytnar.
  • Með eldsneytisnotkun um 5.3–6.8 l/100km og CO2 útblástur frá 138–154g/km.
  • Toyota Traction Select með HAC-kerfi veitir þér sjálfstraust til að takast á við erfitt undirlag. Snúðu skífunni til að velja á milli venjulegrar stillingar og stillinga fyrir snjó, sand og torfærur.
  • Vél

      1.5 l dísil

  • Afl

    allt að 130 hö

  • Eldsneytisnotkun

    um 5.5 l/100km

  • CO2

    140-161 g/km

Öll gildi eru miðað við WLTP