AKSTUR Á RAFMAGNI

Proace Verso Electric sameinar þægindi og fjölhæfni Proace Verso, þar sem hvergi er slakað á kröfunum, og afkastagetu og skilvirkni rafknúinnar aflrásar sem skilar engum útblæstri. Veldu á milli 50 kWh eða 75kWh drifrafhlöðu eftir því hvað hentar þér.

Auðvelt og þægilegt

Það er auðvelt og þægilegt að ferðast um á Proace Verso. Á hraðhleðslustöðvum með 100kW DC hleðslu geturðu hlaðið rafhlöðuna frá 20% í 80% á 30 mínútum og komist leiðar þinnar áhyggjulaus.

Snjall akstur með mismunandi akstursstillingum

Ferðirnar og erindin eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Með mismunadi akstursstillingum sníðir þú aksturinn að hverri ferð. Notaðu "Power" stillinguna fyrir tafarlausa hröðun, "Normal" stillinguna fyrir blandaðan hversdags akstur og "ultra-efficient Eco" til að hámarka drægnina. 

Upplýsingar um drægni

Mælir sem sýnir drægni og stöðu drifrafhlöðunnar er alltaf sýnilegur í ökumannsrýminu svo þú ert ávallt með upplýsingar um hversu langt þú kemst á þeirr hleðslu sem er til staðar hverju sinni. Ef þú þarft að hlaða þá getur þú nálgast upplýsingar um næstu hleðslustöð á margmiðlunarskjánum í mælaborðinu.
  • Drifrafhlaða

    50 kWh eða 75 kWh

  • Drægni

    allt að 330km¹

  • Afl

    136hö

Farðu lengra

Ef rafmagn hentar ekki fyrir þig eða þinn rekstur þá bjóðum við upp á Díselvél með sjálfskiptingu sem er engu síðri og býður upp á afbragðs afköst.

  • Í þægilegu farþegarými Proace Verso þar sem gæði og tækni eru í fyrirrúmi líða jafnvel lengstu ferðir hjá eins og ekkert sé. Hvort sem þú þarft að halda fyrirtækinu gangandi eða fjölskyldunni ánægðri sér Proac Verso til þess að sérhver ferð verði einstaklega þægileg.
  • 2,0 lítra díselvélin í Proace Verso er með þægilegri sjálfskiptingu og býður upp á 177 hö og 188 g/kg koltvísýringslosun.
  • Toyota skriðstilling með brekkuaðstoð (HAC) aðstoðar þig við erfiðar aðstæður. Veldu á milli venjulegrar, snjó, eða sandstillingar eða notastu við stillingu sem hentar fyrir allt undirlag.
  • Vél

    2.0 l Dísel

  • Afl

    allt að 177hp²

  • Eldsneytiseyðsla

    5,9-7.8 l/100km³

  • CO2

    188-204 g/km³

Öll gildi eru miðuð við WLTP, mælingar á eldsneytisnotkun, magni koltvísýrings í útblæstri og hávaða í akstri eru gerðar á grunngerð ökutækisins og fara fram við stýrð umhverfisskilyrði, samkvæmt kröfum Evrópulaga sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birtir. Eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun bílsins getur hugsanlega verið önnur en mælingar segja til um. Aksturslag og aðrir þættir (s.s. ástand vega, umferð, ástand ökutækis, uppsettur búnaður, farangur, farþegafjöldi o.fl.) hafa áhrif á eldsneytisnotkun bílsins og losun koltvísýrings.

¹ Blandaður akstur 75 kWh drifrafhlaða
² 2.0 l D-4D 177 6 Sj.sk
³ 2.0 l D-4D 177 6 Sj.sk