Rafmögnuð afköst

Proace Electric er þarfasti þjónninn fyrir atvinnurekstur í borginni, sama hverjar kröfurnar eru. Njóttu fullkominna þæginda undir stýri allan daginn í hljóðlátu innanrými með allt að 350 km drægni.

Auðvelt og þægilegt

Með allt að 350 km drægni er Proce tilbúinn að klára öll dagsverkin með þér. Vertu með allt á hreinu í öllum ferðum. Á hraðhleðslustöðvum með 100kW DC hleðslu geturðu hlaðið rafhlöðuna í 80% á 30 mínútum. 

Snjall akstur með mismunandi akstursstillingum

Ferðirnar og erindin eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Með mismunadi akstursstillingum sníðir þú aksturinn að hverri ferð. Notaðu "Power" stillinguna fyrir tafarlausa hröðun, "Normal" stillinguna fyrir blandaðan hversdags akstur og "ultra-efficient Eco" til að hámarka drægnina.  

Upplýsingar um drægni

Mælir sem sýnir drægni og stöðu drifrafhlöðunnar er alltaf sýnilegur í ökumannsrýminu svo þú ert ávallt með upplýsingar um hversu langt þú kemst á þeirr hleðslu sem er til staðar hverju sinni. Ef þú þarft að hlaða þá getur þú nálgast upplýsingar um næstu hleðslustöð á margmiðlunarskjánum í mælaborðinu.
  • Drifrafhlaða

    50 kWh eða 75 kWh

  • Drægni

    allt að 350km¹

  • Afl

    136hö

Farðu lengra

Ef rafmagn hentar ekki fyrir þig eða þinn rekstur þá bjóðum við upp á dísilvél með beinskiptingu eða sjálfskiptingu sem er engu síðri og býður upp á afbragðs afköst.

  • Dísil útfærslan er þægileg í keyrslu með eldsneytisnotkun frá 4,9 - 6,6 l/100km og dráttargetu með hemlun allt að 2500 kg.
  • 2,0 lítra dísilvélar Proace eru í boði í tveimur afkastaútfærslum, frá 150 og upp í 180 DIN hö. Með koltvísýringsútblástur frá 129-173 g/km og fást með beinskiptingu og sjálfskiptingu.
  • Toyota skriðstilling með brekkuaðstoð (HAC) aðstoðar þig við erfiðar aðstæður. Veldu á milli venjulegrar, snjó, eða sandstillingar eða notastu við stillingu sem hentar fyrir allt undirlag.
  • Vél

    1.5 og 2.0 dísil

  • Afl

    allt að 177hp²

  • Eldsneytiseyðsla

    5.8-6.6 l/100km2

  • CO2

    163-173 g/km2

Öll gildi eru miðuð við WLTP, mælingar á eldsneytisnotkun, magni koltvísýrings í útblæstri og hávaða í akstri eru gerðar á grunngerð ökutækisins og fara fram við stýrð umhverfisskilyrði, samkvæmt kröfum Evrópulaga sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birtir. Eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun bílsins getur hugsanlega verið önnur en mælingar segja til um. Aksturslag og aðrir þættir (s.s. ástand vega, umferð, ástand ökutækis, uppsettur búnaður, farangur, farþegafjöldi o.fl.) hafa áhrif á eldsneytisnotkun bílsins og losun koltvísýrings.

¹ Blandaður akstur 75 kWh drifrafhlaða
² 2.0 l D-4D 180 6 Sj.sk