1. Um Toyota
  2. Umhverfisvernd
  3. WLTP staðallinn

WLTP - STAÐALLINN

NÝ PRÓF SEM KANNA ELDSNEYTISNOTKUN OG ÚTBLÁSTUR

Frá og með níunda áratugnum hafa evrópskar útblásturs- og sparneytniprófanir fyrir nýja bíla verið framkvæmdar samkvæmt NEDC-staðlinum (New European Driving Cycle). Frá og með 1. september 2017 hefur nýr prófunarstaðall verið í notkun, WLTP-staðallinn (Worldwide Harmonized Light Vehicle Test Procedure), sem gefur bæði kaupendum og eigendum bíla raunsærri mynd af eldsneytiseyðslu og mengun bíla.

 

FRÁ NEDC YFIR Í WLTP: HVAÐ BREYTIST?



Verið er að skipta út 40 ára gömlum NEDC-akstursprófunum vegna tækninýjunga í bílum og breyttra akstursskilyrða. Nýju WLTP-prófanirnar bjóða upp á raunverulegri prófunarskilyrði til að mælingar á rannsóknarstofu endurspegli betur afköst bíls í akstri og skapi þannig nákvæmari grunn fyrir útreikning og samanburð á eldsneytisnotkun og útblæstri bíla.

  • Prófunarlota

    Virkar prófanir sem eru meira einkennandi fyrir raunverulega aksturshegðun.

  • Tími lotu

    Prófunin tekur 30 mínútur og hefur því lengst um 10 mínútur.

  • Vegalengd lotu

    23,25 kílómetra löng, meira en tvöfalt lengri en fyrri vegalengd.

  • Akstursáfangar

    Virkari áfangar: 52% borgarakstur og 48% utan þéttbýlis.

  • Meðalhraði og hámarkshraði

    Meðalhraði er 46,5 km/klst. (aukning um 12,5 km/klst.) og hámarkshraði aukinn í 131 km/klst.

  • Aukabúnaður

    Tekið er tillit til aukabúnaðar fyrir bíla (sem hefur áhrif á koltvísýringslosun og eyðslu).

  • Gírskipting

    Hver bíll er með mismunandi gírskiptihlutfall.

  • Hitastig við prófun

    Mælingar eru nú gerðar við 23 °C (og koltvísýringsgildi leiðrétt að 14 °C) í stað 20–30 °C.

VIÐ KYNNUM AUKINN SKÝRLEIKA

Á milli september 2017 og september 2018 þurfa allir nýir bílar að standast WLTP-prófanir (léttar atvinnubifreiðar fylgja svo ári seinna).

Við hjá Toyota fögnum skiptunum yfir í WLTP þar sem þær prófanir bjóða viðskiptavinum okkar upp á nákvæmari grunn fyrir útreikning á sparneytni og útblæstri. Við höfum, sem leiðandi aðili í vistvænum samgöngum, um áratugaskeið sinnt rannsóknum sem miða að því að gera bíla umhverfisvænni. Þetta hefur leitt af sér tækni á borð við Hybrid aflrásir sem hafa gert sitt til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og greitt götu okkar í átt að samfélagi sem ekki er jafnháð kolefni.

„Hybrid er burðarásinn í þeim aflrásum sem við bjóðum upp á og gerir okkur kleift að minnka losun kolefnis í andrúmsloftið um 90% fyrir árið 2050 frá árinu 2010.“

Dr. Johan Van Zyl, forstjóri og framkvæmdastjóri Toyota Motor Europe

Prófanir fyrir daglegan akstur, raunhæfari niðurstöður

Nýju WLTP-prófanirnar tryggja að mælingar á rannsóknarstofu endurspegla nú betur aðstæður sem bílar takast á við daglega. Þetta þýðir að gildi fyrir eldsneytisnotkun og útblástur sem fylgja nýjum bílum endurspegla mun betur þau gildi sem mælast munu við daglegar aðstæður.

SVÖR VIÐ SPURNINGUM UM WLTP

Nei. Rauneldsneytisnotkun bílsins verður áfram sú sama en líklegt er að vottuð gildi fyrir losun koltvísýrings og eldsneytisnotkun hækki við WLTP-prófanir, þau séu nær því sem þú upplifir.

WLTP-prófanir eru framkvæmdar á rannsóknarstofu eins og NEDC. Aksturslag og aðstæður eru breytilegar og því er möguleiki á að uppgefin gildi og raungildi við akstur séu ekki þau sömu.

Um tíma (út árið 2020) verða NEDC-gildi áfram gefin út samhliða WLTP-gildum. Þar sem ekki er lengur hægt að nota gömlu NEDC-aðferðina krefjast reglugerðir þess að WLTP-gildum fyrir losun koltvísýrings verði umbreytt í gildi sem samsvara NEDC með „samræmingaraðgerð“ (e. correlation exercise). Þetta er annaðhvort gert með hermiverkfæri sem hannað var fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins eða með endurteknum raunprófunum, sem getur skilað sér í hærri NEDC-gildum fyrir losun koltvísýrings í bílnum þar sem um uppfært NEDC-gildi er að ræða (byggt á WLTP).

Já. WLTP er einnig notað til að mæla efni á borð við kolmónoxíð (CO), kolvetni (HC) og nituroxíð (NOx) og agnir (PM/PN).

WLTP-vottun verður áskilin fyrir allar léttar atvinnubifreiðar (flokkar N1 (ii), N1 (iii) og N2) frá 1. september 2019, einu ári á eftir fólksbílum.

KYNNTU ÞÉR BETUR WLTP STAÐALINN