Frá og með níunda áratugnum hafa evrópskar útblásturs- og sparneytniprófanir fyrir nýja bíla verið framkvæmdar samkvæmt NEDC-staðlinum (New European Driving Cycle). Frá og með 1. september 2017 hefur nýr prófunarstaðall verið í notkun, WLTP-staðallinn (Worldwide Harmonized Light Vehicle Test Procedure), sem gefur bæði kaupendum og eigendum bíla raunsærri mynd af eldsneytiseyðslu og mengun bíla.
FRÁ NEDC YFIR Í WLTP: HVAÐ BREYTIST?
Verið er að skipta út 40 ára gömlum NEDC-akstursprófunum vegna tækninýjunga í bílum og breyttra akstursskilyrða. Nýju WLTP-prófanirnar bjóða upp á raunverulegri prófunarskilyrði til að mælingar á rannsóknarstofu endurspegli betur afköst bíls í akstri og skapi þannig nákvæmari grunn fyrir útreikning og samanburð á eldsneytisnotkun og útblæstri bíla.