Jafnréttisstefna Toyota er byggð á gildum Toyota Way og styður við það markmið fyrirtækisins að vera eftirsóknarverður vinnustaður. Allir skulu hafa jöfn tækifæri til að nýta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni. Í jafnréttisáætluninni eru sett fram markmið og aðgerðir sem lúta að ákvæðum jafnréttislaga sem varða innra starf fyrirtækisins.
Launajafnrétti
- Við ákvörðun launa skal haft að leiðarljósi að kynjum skuli ekki mismunað. Þeim skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf ef hæfni, starfsreynsla og menntun er sú sama. Þau skulu einnig njóta sömu kjara hvað varðar þóknun, beina og óbeina. Starfskjör sem metin eru til fjár eins og t.d. lífeyris-orlofs og veikindaréttur felur ekki í sér mismunun.
Toyota á Íslandi hefur hlotið jafnlaunavottun skv. jafnlaunastaðli IST 85:2012
Laus störf, starfsþjálfun og starfsþróun
- Við ákvörðun stöðuveitinga í laus störf skal tryggt að umsækjendum sé ekki mismunað vegna kyns. Allir umsækjendur hafa jafnan rétt til vinnu hjá félögunum og skal ráðning ávallt ráðast af hæfasta umsækjandanum m.t.t hæfni, menntunar og reynslu.
Samræming á milli fjölskyldulífs og starfs
- Reynt skal eftir fremsta megni að mæta þörfum starfsfólks hvað varðar að samræma skyldur sínar gagnvart fjölskyldu og starfi með sveigjanleika á umsömdum vinnutíma, þar sem því verður við komið. Taka skal tillit jafnt til fjölskylduaðstæðna starfsfólks sem og þarfa fyrirtækisins.
Vellíðan á vinnustaðnum
- Toyota starfar eftir gildum The Toyota Way (Áskorun, Stöðugar framfarir, Þekkingarleit, Virðing og Samvinna) sem rammar inn vinnustaðamenningu félaganna. Á vinnustaðnum skal ávallt komið fram við starfsfólk af virðingu og einnig skal starfsfólk sýna hvert öðru virðingu og kurteisi í samskiptum sem og viðskiptavinum Toyota. Einelti, ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni verða undir engum kringumstæðum liðin á vinnustaðnum.