1. Johanlolos

TOYOTA Á FERÐALAGI UM EVRÓPU

MEÐ ÆVINTÝRALJÓSMYNDARANUM @LEBACKPACKER

Suma dreymir um ævintýri, aðrir gera ævintýri að atvinnu sinni. Johan Lolos, sem kallar sig @lebackpacker á instagram, er ævintýraljósmyndari frá Belgíu. Johan ferðast um heiminn og tekur fallegar landslagsmyndir. Johan þarf oft að ferðast um torfæra vegi í óbyggðunum til að ná fallegum landslagsmyndum. Þess vegna þarf Johan traust farartæki til að koma sér á áfangastaði og þar kemur Toyota til bjargar.

  • Við kynnum til leiks @lebackpacker


    Johan Lolos er sjálflærður ljósmyndari frá Belgíu. Hann meðal vinsælustu ferða og ævintýraljósmyndara á Instagram í Evrópu. Johan útskrifaðist með gráðu í almannatengslum árið 2013. Eftir það ferðaðist hann um Ástralíu í rúmt ár þar sem hann stórbætti ljósmyndakunnáttu sína og jók fylgjendahóp sinn á Instagram til muna. Síðan þá hefur Johan unnið í samstafi við fyrirtæki og vörumerki og breytt ástríðu sinni í starfsvettfang, ferðast um heiminn og fangað dramatíska náttúrufegurð í myndum sínum.

Fylgstu með ferðalaginu á Instagram

 

Ferðalag um Evrópu


Í nýjustu ævintýraferð sinni mun Johan ferðast um Evrópu. Fyrsta stopp verður í Skotlandi, þaðan liggur leið hans til Noregs og svo til Íslands og síðan heldur Johan suður til Grikklands, á Balkanskagann og í Alpana. Johan verður á ferðinni næstu fimm mánuði eða frá maí til október og mun hann heimsækja að minnsta kosti 17 lönd.

Toyota styður við hann á ferðalaginu með því að skaffa honum bíl sem hentar hverju sinni. Johan fær Land Cruiser fyrir ferðalag sitt um Skotland og Ísland, Hilux Artic Truck fyrir Noregsferðina og fullbúin Hilux fyrir ævintýraferðamennsku fyrir hina áfangastaðina.

Johan tók forskot á ævintýraferðina og kíktí í heimsókn til Íslands í byrjun maí. Hér eru myndir frá heimsókn hans en fleiri myndir frá Íslandsferðini má einnig finna á Instagram reikningnum okkar.

  • Að fanga stórkostlega náttúru Evrópu


    Um miðjan maímánuð hóf Johan eitt lengsta ferðalag sitt til þessa, fimm mánaða bílferð um Evrópu. Markmið ferðalagsins var að fanga fegurðina og fjölbreytnina í landslagi Evrópu. Á fyrri hluta ferðalagsins (frá miðjum maí til júní) heimsótti Johan afskekkt og stórbrotinn landsvæði Evrópu, í Skotlandi, norður Noregi og á Íslandi.

    Í næsta hluta ferðalagsins er ferðinni heitið suður, þar sem Johan mun dvelja í Grikklandi í mánuð áður en hann heldur norður á Balkanskagann. Í þriðja og seinasta hluta ferðalagsins mun Johan svo ferðast um Alpana í rúma tvo mánuði.

  • Samstarf við Toyota


    Aðspurður um samstarfið við Toyota hafði Johan þetta að segja: ,,Á ferðalögum mínum hef ég fengið tækifæri til þess að keyra Toyota bíla í mismunandi umhverfum. Ég elska hvað þeir eru sterkbyggðir og traustir, þeir eru fullkomnir ferðafélagar. Sérstaklega þegar maður ferðast um afskekkta staði og tjaldar í óbyggðunum. Ég er ánægður yfir því að Toyota mun fylgja mér í næstu ævintýraferð. Ég er mjög hrifinn af vörumerkinu og bílunum. Maður sér aldrei bilaða Toyotu í vegkantinum, vegna þess að þetta eru áreiðanlegustu bílar sem þú finnur."

  •  

    Fylgstu með ævintýrum Johans á Instagram reikningnum: instagram.com/lebackpacker.