1. Um Toyota
  2. Að starfa hjá Toyota
  3. Toyota way gildin

GILDI

AÐ STARFA HJÁ TOYOTA
Toyota Way gildin eru leiðarljós okkar sem störfum innan Toyota, þau standa fyrir það sem við virðum og trúum á. Gildin eru fimm og byggja á meginmarkmiðum Toyota gagnvart viðskiptavinum, eigendum, samstarfsaðilum og samfélaginu.

Í allri starfsemi Toyota er tekið mið af svökölluðum Toyota Way gildum. Gildin eru fimm og eru eftirfarandi:

 

Áskorun
Við tökum áskorun fagnandi. Toyota notar orðið áskorun í mun víðara samhengi en bara einföld áskorun. Við erum að tala um viðhorf en ekki hugarástand. Við greinum og metum þróun yfir lengra tímabil, höfum sýn til allt að næstu 10 ára. 

Stöðugar framfarir (Kaizen)
Er ákveðin hringrás. Margir ferlar stöðugra framfara í rekstrinum sem beinast ávallt að nýjungum og framþróun. Kaizen þýðir að gangrýna og skoða þau kerfi sem fyrir eru og að allir séu tilbúnir að gagnrýna og skora á núverandi kerfi.
Sköpunargleði er lykillinn - við getum náð meiri árangri án þess að auka fjármagn eða mannafla.

Þekkingarleit (Genchi Genbutsu)
Felst í því að við leitum að uppsprettunni og kynnum okkur staðreyndir. Að við skiljum vandamálið og greinum uppsprettuna - náum í allar staðreyndir - komum með bestu lausnina.

Virðing
Felst í einlægum og heiðarlegum samskiptum og að bera virðingu fyrir öllum sem að málum koma.  Gagnkvæmt traust og ábyrgð.

Samvinna
Við hámörkum árangur einstaklingsins og hópsins. Skuldbinding við fræðslu og framfarir.  Virðing fyrir einstaklingnum og skilningur á styrk okkar sem hóps.