• Viðhaldshlutir (t.d. varahlutir sem þarf að skipta um reglulega, síur, hemlaklossar, borðar; skór og barkar, kúplingsdiskar, kúplingshlíf og kúplingslegur), felgur, hjólbarðar, kílreimar, rafgeymar, vökvar, kerti, bilanagreining.
• Gúmmíhlutir (t.d. gúmmislöngur (miðstöð), leiðslur og rör úr gúmmíefni, plasti, áli, stáli eða öðru efni fyrir fast eða fljótandi efni, vélar- eða
yfirbyggingarfestingar, skrautlistar, þurrkublöð), drifskaftshosur, höggdeyfar (þ.m.t. loftstrokkar) og fjöðrun, fóðringar á jafnvægisstöng, hlutir fyrir fljótandi jarðolíugas/eldsneytiskerfi frá öðrum en framleiðanda og beinar og afleiddar skemmdir vegna þeirra (einnig vegna breytinga á kerfi frá framleiðanda til að nota fljótandi jarðolíugas eða eldsneytiskerfi frá öðrum en framleiðanda).
• Yfirbygging og lakk (t.d. ljós, kastarar, perur, linsur, borð, stuðarar, gler, króm, loftnet, handföng og áklæði, skraut að utan, þéttikantar, gljáandi málmlakk (málmhlutar án húðunar), viðgerðir vegna tæringar að því gefnu að almenn ábyrgð vegna tæringar sé ekki í gildi.
• Innanrými (t.d. áklæði, sætishlífar, púðar, teppi, loftræstingarristar, öskubakkar, hnappur á gírstöng, mælaborð, stýri).
• Margmiðlunarkerfi.
• Varahlutir sem eru ekki frá Toyota, aukahlutir sem eru ekki frá Toyota og sérstakur búnaður. Til dæmis, en ekki einskorðað við, jeppabreytingar eða húsbílabreytingar.
• Aukahlutir frá Toyota sem ekki eru settir upp í verksmiðju, aukahlutir frá Toyota sem eru uppsettir af viðurkenndum þjónustuaðila Toyota á Íslandi svo lengi sem þeim hefur ekki verið hlaðið upp í CWS af hálfu Toyota á Íslandi innan þriggja mánaða frá fyrstu skráningu ökutækis.
• Tilteknir varahlutir og íhlutir, t.d. útblásturskerfi (allir hlutar frá soggreinarpakkningu að útblástursopi, þ.m.t. hvarfakútur); loftklæðning, hjarir, rær og boltar, öryggi; klemmur; höldur og festingar; drifreimar og strekkjarar; jafnvægisstöng að framan og aftan, festingar vélar og yfirbyggingar; brunahitari. Hleðslukaplar fyrir rafbíla/plug-in Hybrid.
• Hlutir utan yfirbyggingar ökutækis (nema þeir sem taldir eru sérstaklega upp í grein 4 hér að ofan).
• Viðgerðir á hljóði (nema þær komi til vegna bilunar í hlut frá framleiðanda sem tryggingin nær yfir).
• Stillingar.
• Hlutir sem falla undir SPA (special policy adjustment), innköllun eða aðra ábyrgð annarra.