TOYOTA RELAX

ÁHYGGJULAUS Í ALLT AÐ 10 ÁR

Kynntu þér Toyota Relax

Frá 1. júlí 2021 býður Toyota á Íslandi eigendum Toyota bifreiða sem fluttar eru inn af Toyota á Íslandi upp á þann kost fá nýja 12 mánaða / 15.000 km (20.000 km í tilviki Proace) ábyrgð á viðkomandi bifreiðar í senn – hvort sem fyrr kemur – eftir að 5 ára eða 7 ára ábyrgð frá innflutningsaðilanum er útrunnin eða í þann mund að renna út. Það eina sem eigandi bifreiðarinnar þarf að gera er að koma með hana í þjónustuskoðun hjá viðurkenndum þjónustuaðila Toyota á Íslandi.

Toyota Relax er í boði þar til Toyota bifreið hefur náð 10 ára aldri eða verið keyrð 200.000 km eða meira – hvort sem fyrr kemur.

Listi yfir viðurkennda þjónustuaðila Toyota á Íslandi

Er bíllinn þinn gjaldgengur í Toyota Relax?

Eftirfarandi þættir þurfa að vera til staðar til þess að Toyota bíll geti notið Toyota Relax 12 mánaða / 15.000 km (20.000 km í tilviki Proace) ábyrgðar:

Ábyrgðarskilmálar Toyota Relax

Toyota Relax ábyrgðarskilmálar eru hinir sömu og fyrir ár 4-7 af 7 ára ábyrgð Toyota á Íslandi. Vert er að benda á að þeir hlutir sem gert er athugasemd við í þjónustuskoðun og eru EKKI lagaðir falla utan við Toyota Relax ábyrgð.

Ef um er að ræða bíla þar sem talsverður tími er liðinn síðan 5 ára, 7 ára eða RELAX ábyrgð rann sitt skeið og þjónustu hefur ekki verið sinnt samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda geta komið upp tilvik þar sem ábyrgðarviðgerðir á fyrstu 30 dögum frá virkjun RELAX eru ekki samþykktar.

Smelltu hér að neðan til að kynna þér betur ábyrgðarskilmála Toyota Relax.
Ábyrgðarskilmálar Toyota Relax (Opnast í nýjum glugga)

Gildistími Toyota Relax

Ný ábyrgð sem fæst með Toyota Relax gildir í 12 mánuði frá og með þeim degi sem þú mætir með bílinn í þjónustuskoðun hjá viðurkenndum þjónustuaðila Toyota á Íslandi eða í 15.000 km (20.000 km í tilviki Proace) – hvort sem fyrr kemur.