1. Um Toyota
  2. Umhverfisstefna Toyota á Íslandi

UMHVERFISSTEFNA TOYOTA Á ÍSLANDI

ÞAÐ ER Á OKKAR ÁBYRGÐ AÐ VERA LEIÐANDI Í VERNDUN OG GRÆÐSLU UMHVERFISINS

Við höfum einsett okkur að vera í fararbroddi fyrirtækja á sviði umhverfismála og til að ná því höfum við tekið upp ISO 14001 staðalinn fyrst bílaumboða hér á landi.



Boðorð okkar eru:

 

  • Tökum tillit til umhverfismála í allri starfsemi okkar og vinnum í anda sjálfbærrar þróunar. Þannig stuðlum við að betra umhverfi. 
  • Tryggjum að öllum lagakröfum á sviði umhverfismála verði fullnægt og munum setja okkur strangari kröfur þar sem við á. 
  • Förum að kröfum ISO 14001 staðalsins og bætum stöðugt virkni umhverfisstjórnunarkerfisins. 
  • Leggjum okkur fram við að efla umhverfisvitund starfsfólks og áhuga þeirra á mikilvægi umhverfismála með reglulegri þjálfun.
  • Einsetjum okkur að vera í fararbroddi fyrirtækja í öryggis og umhverfismálum. 
  • Leggjum áherslu á góða umgengni við umhverfið, endurnota og endurvinna það sem fellur til í rekstri eins og hægt er en farga öðru á viðeigandi hátt.
  • Rýnum umhverfisstjórnkerfi okkar árlega og setjum okkur ný markmið í framhaldinu til að þróa og bæta umhverfismál okkar.
  • Nýta rafrænar lausnir til að minnka notkun á pappír.
  • Kolefnishlutlaus starfsemi Toyota - Við kolefnisjöfnum allan rekstur Toyota árlega eftir viðurkenndum aðferðum í samstarfi við Kolvið og Klappir
  • Styðja við náttúrulegan fjölbreytileika svo sem endurheimt vistkerfa og skógrækt.
  • Birta opinberlega upplýsingar um árangur í umhverfismálum og hvetja aðra til að taka af skarið í málaflokknum eins og viðskiptavini, birgja, nágranna og aðra hagsmunaraðila. 
 

Sem einn stærsti bílaframleiðandi heims telur Toyota það skyldu sína að þróa leiðir til að draga úr þeim áhrifum sem framleiðsla og bifreiðanotkun hefur í för með sér. Toyota hefur nú þegar brugðist við þeim umhverfisvanda sem við stöndum frammi fyrir með tvíþættum hætti. Annars vegar nýtir fyrirtækið sér þá þekkingu sem það býr yfir til að framleiða bíla sem minnka álagið á umhverfið og ganga ekki frekar á auðlindir jarðarinnar en orðið er. Hins vegar heldur fyrirtækið áfram þróun sinni á hátækni og rannsóknum á nýjum orkugjöfum sem nýtast munu komandi kynslóðum.