Toyota Hybrid bílar eru þekktir sem ‘Hybrid rafmagns’ bílar vegna þess að þeir blanda saman tveimur orkugjöfum: bensín- og rafmagnsvél. Þessar tvær vélar starfa sjálfstætt óháð hvor annarri en það er munurinn á ‘All’ Hybrid kerfi sem Toyota bíður upp á og ‘Mild’ Hybrid kerfi.
Toyota Hybrid getur notað rafmagn til að taka af stað og jafnvel keyrt á rafmagni upp að 50 km/klst. Niðurstaðan er einföld, engin bensínnotkun, enginn útblástur og nánast hljóðlátur akstur fyrir yfir 50% af þínum borgarakstri.
Skoðaðu svör við öðrum algengum Hybrid spurningum hér fyrir neðan til að kynna þér Hybrid tæknina betur.