TOYOTA HYBRID

Kynntu þér sjálfhlaðandi Hybrid flotann okkar
Toyota kynnti Hybrid tæknina fyrst fyrir heiminum árið 1997 með Toyota Prius. Í dag keyra yfir 15 milljónir ökumanna um allan heim á Toyota Hybrid bílum. Við höfum þróað og bætt Hybrid bílana okkar seinustu 23 ár og bjóðum stolt upp á úrval af flottum, kraftmiklum sem og hagkvæmum Hybrid bílum sem henta þínum lífstíl.

Fyllir á eins og vanalega

Að fylla á Hybrid bíl er auðvelt en það er einfaldlega eins og í venjulegum bensínbílum.

Frábær drægni

Toyota Hybrid bílar skipta saumlaust á milli vélar og rafmótora og því hafa Hybrid bílar frábæra drægni.

Sjálfhlaðandi

Ólíkt rafbílum þá hlaða Toyota Hybrid bílar sig sjálfir þegar þú bremsar. Þannig þú þarft aldrei að hafa áhyggjur af því að tæma rafhlöðuna.

50% TÍMANS Á RAFMAGNI ÁN ÞESS AÐ STINGA Í SAMBAND

Rannsóknir sýna að Toyota Hybrid bílar þeir sem keyrðir eru í Evrópu aka að meðaltali yfir 50% af tímanum án þess að notast við bensínvélina. Toyota í Evrópu hefur látið gera mælingar á þessu í gegnum óháð og sjálfstætt fyrirtæki (DRIVECO) síðan í september 2014. Frá þeim tíma hafa rúmlega 8.000 bifreiðar búnar mælibúnaði ekið rúmlega 497.000 reynsluakstra – samtals yfir 7,2 milljónir kílómetra – og er meðal aksturstími án bensínvélarinnar 53,8%.*

Þá hefur Center for Automotive Research and Evolution (CARe) innan University Guglielmo Marconi í Róm ásamt ENEA (Italian National Agency for New Technologies, Energy and Sustainable Economic Development) gert yfirgripsmiklar rannsóknir á Prius og Yaris Hybrid í blönduðum akstri – árið 2016 (CARe) og 2017 (CARe & ENEA) – og voru niðurstöðurnar úr þessum tveimur rannsóknum í takti við það sem fram kemur í mælingum DRIVECO – og reyndar ívið betri.

*Meðaltal frá september 2014 til júlí 2018


Stöðugur kraftur

Eins og hver annar hlutur í Toyota, þá eru Hybrid rafhlöðurnar okkar hannaðar til að endast. Fyrir hugarró, þá eru allar rafhlöður með 7 ára/200.000 km ábyrgð - sem með árlegu Hybrid heilsufarstékki framlengist upp í 10 ár.

Við tökum við öllum rafhlöðum aftur þegar líftíma þeirra líkur til þess að hægt sé að farga eða endurnýta þær á öruggan og ábyrgan hátt. Viðurkenndir þjónustuaðilar Toyota sjá núna um að farga yfir 90% af öllum okkar rafhlöðum og við stefnum á að endurnýta 50% af þyngd rafhlöðunnar.

Hybrid þjálfun

Í MyToyota appinu er hægt að finna alls kyns tengdar þjónustur sem eru hannaðar til að gera aksturinn þinn öruggari og skemmtilegri. Hybrid þjálfun byggir kennsluna sína á þínum akstri svo þú getur fengið sem mest út úr þínum rafmagnsakstri til að minnka bensínnotkun og þín áhrif á umhverfið

Hvernig virkar þetta?

Kynntu þér betur hvernig Hybrid bílar Toyota virka hér fyrir neðan.

FINNDU HYBRID SEM HENTAR ÞÉR

 

Við bjóðum upp á Hybrid möguleika fyrir alla

POST https://dxp-webcarconfig.toyota-europe.com/v1/model-filter-results/is/is?fuelType=h_1%2Celectric%2Ch_2%2Cplugin

ALGENGAR SPURNINGAR

Toyota Hybrid bílar eru þekktir sem ‘Hybrid rafmagns’ bílar vegna þess að þeir blanda saman tveimur orkugjöfum: bensín- og rafmagnsvél. Þessar tvær vélar starfa sjálfstætt óháð hvor annarri en það er munurinn á ‘All’ Hybrid kerfi sem Toyota bíður upp á og ‘Mild’ Hybrid kerfi.

Toyota Hybrid getur notað rafmagn til að taka af stað og jafnvel keyrt á rafmagni upp að 50 km/klst. Niðurstaðan er einföld, engin bensínnotkun, enginn útblástur og nánast hljóðlátur akstur fyrir yfir 50% af þínum borgarakstri.

Skoðaðu svör við öðrum algengum Hybrid spurningum hér fyrir neðan til að kynna þér Hybrid tæknina betur.

Toyota Hybrid bílar eru þekktir sem ‘Hybrid rafvæddir’ bílar vegna þess að þeir blanda saman tveimur orkugjöfum: bensín- og rafmagnsvél.

Toyota Hybrid eru rafvæddir bensínbílar þar sem hugmyndafræðin gengur út á að nýta bensínorkuna sem best. Við hemlun og aðra afhröðun er rafmótorinn nýttur sem rafali og hleðsluálag frá honum notað til að hægja ferðina. Skriðorka bílsins er þannig varðveitt sem rafmagn og endurnýtt til aksturs í stað þess að tapast sem hiti í bremsukerfinu. Sami bensíndropinn getur því verið nýttur oftar en einu sinni. Þess vegna er talað um að Toyota Hybrid bílarnir séu sjálfhlaðandi þar sem það þarf ekki að stinga þeim í samband til að hlaða rafhlöðuna í bílnum.

Víðtækar mælingar í Evrópu sýna að Toyota Hybrid bílar séu að meðaltali með slökkt á bensínvélinni í 53,8% aksturstímans, sem þýðir að þú keyrir að meðaltali á rafmagni einu saman á yfir helmingi tímanst í blönduðum akstri.

Allir Toyota Hybrid bílar hafa sjálfhlaðandi Hybrid rafhlöðu og bensínvél. Þeir eru tvinnbílar (e. Hybrid) vegna þess að þeir nota bæði eldsneyti og rafmagn til þess að framleiða orku fyrir bílinn. Sem þýðir að ólíkt 100% rafmagnsbíl þá þarf ekki að setja þá í samband.

Við hemlun og aðra afhröðun er rafmótorinn nýttur sem rafali og hleðsluálag frá honum notað til að hægja ferðina. Skriðorka bílsins er þannig varðveitt sem rafmagn og endurnýtt til aksturs í stað þess að tapast sem hiti í bremsukerfinu.

Í raun er ekki talað um rafdrægni í Toyota Hybrid bílum. Öll raforka sem verður til í akstrinum er notuð jafnóðum til að minnka notkun á bensíni og fer það eftir aðstæðum og aksturslagi hverju sinni hversu miklu rafmagni bíllinn hefur úr að spila til rafaksturs. Sjálfvirk hleðslustýring Hybrid-kerfisins sér til þess að rafhlaðan tæmist aldrei og fer bíllinn að reiða sig á bensínvélina áður en það gerist.

 

Toyota hefur verið að þróa byltingarkennda, sjálfhlaðandi Hybrid tækni í yfir 23 ár.  Sala á Hybrid bílum er næstum helmingur allra sölu okkar í Evrópu og mun tæknin veita sterka undirstöðu fyrir nýja rafmagnsbíla Toyota á næsta áratug.

Byltingarkennda rafhlaðan í Hybrid bílunum okkar er hönnuð til að endast líftíma bílsins og fyrstu kynslóðar Prius er lifandi sönnun þess, en það má finna fyrstu kynslóðar Priusa á götunni sem hafa komist milljón kílómetra á sömu rafhlöðunni og sömu vél. 

Til þess að tryggja það að enginn ófyrirsjáanlegur aukakostnaður sé í framtíðinni, er búið að taka út kúplinguna, riðstraumrafalinn og ræsishreyfilinn. Fyrir algjöra hugarró þá er 7 ára ábyrgð á Hybrid rafhlöðunni eða 200.000 km sem með árlegu Hybrid heilsufarstékki framlengist upp í 10 ár.

Allir Hybrid bílar hafa bensín- og rafmagnsvél. Ólíkt öðrum Hybrid bílum þá geta Toyota Hybrid bílar keyrt á báðum orkugjöfum í einu eða í sitthvoru lagið óháð hvor öðrum.

Bílar með Mild Hybrid kerfi geta einungis notað rafmagnið til þess að styðja við vélina við að taka af stað eða í léttum akstri - rafmagnsvélin er ein og óstudd og ekki nægur orkugjafi fyrir bíllinn. Í Full Hybrid kerfi, eða Toyota Hybrid getur þú keyrt á rafmagninu í yfir 50% tímans í borgarakstri upp að 50 km/klst. Þegar bíllinn er kominn á meiri ferð fer rafmagnið og hin hefðbundna vél að vinna saman.

Byltingarkennda rafhlaðan í Hybrid bílunum okkar er hönnuð til að endast líftíma bílsins og þar sem rafhlaðan er sjálfhlaðandi þarf aldrei að setja bílinn í samband eða að hlaða hann. Eins og allir nýjir bílar frá Toyota eru Hybrid bílar með staðlaða 7 ára/200.000 km ábyrgð, hvort sem á undan kemur.

Hluti af Hybrid hugarró er að Hybrid kerfið og Hybrid rafhlaðan í bílnum þínum eru skoðuð af  tæknisérfræðing Toyota til að tryggja að bæði séu í góðu standi. Að liðnum sjö ára ábyrgðartímanum býðst þér að kaupa framlengda ábyrgð á Hybrid rafhlöðunni frá Toyota. Hægt er að endurnýja þessa ábyrgð árlega eða á 15.000 km fresti, hvort sem á undan kemur, allt þar til bílinn er 10 ára.

Ólíkt rafmagnsbílum, þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af drægni Toyota Hybrid. Með frábærri bensín nýtingu þá eru Hybrid bílar með svipaða drægni og bensín/dísel bílar. Líkt og í hefðbundnum bíl þá þarftu bara að fylla á tankinn þegar hann er að verða tómur.

Þar sem allir Toyota Hybrid bílar eru sjálfhlaðandi þá þarftu ekki að stinga þeim í samband til að hlaða rafhlöðuna. Það er vegna þess að þegar rafhlaðan í Toyota Hybrid er lág notar hún auka orku frá vélinni til þess að hlaða sig aftur.

Með sjálfkrafa skiptingu milli rafmagnsaksturs og bensínaksturs, þegar við á, þá bjóða sjálfhlaðandi Hybrid bílar upp á þann kraft sem þú þarft. Rafmagnsvélin veitir mikinn kraft um leið og stigið er á pedalann, en á meiri hraða á stærri götum vinna rafmagns- og bensínvélin vel saman.

Með tilkomu 2.0 lítra Hybrid vélarinnar í nýrri Corolla og 2.5 lítra Hybrid vélarinnar í nýjum RAV4 þá eru Toyota Hybrid bílar með enn betri svörun og enn meiri kraft. Til að gefa þér betri mynd af því, þá er RAV4 Hybrid einungis 8.1 sekúndu upp í 100km/klst og Hybrid kerfið með dráttargetu upp á 1.650 kg.

Góð blanda af kröftugri rafmagnsvél og bensínvél tryggir skemmtilegan akstur á Toyota Hybrid. Um leið og stigið er á bensíngjöfina finnur þú strax mikinn kraft frá rafmagninu, en bensínvélin styður við á meiri hraða, til dæmis á hraðbraut.

Í Corolla má finna 2.0 lítra Hybrid vél, svo ökumenn geta upplifað enn kröftugri akstur. Það tekur það Corolla minna en 8 sekúndur að fara frá 0 upp í 100 km/klst hraða. Þar að auki eru allir nýjir Toyota Hybrid bílar byggðir á svokölluðum TNGA grunni, sem veitir meiri stöðugleika í beygjum, þægilegri akstur og meiri akstursánægju.

Það er ekkert flókið við Hybrid tæknina. Það gæti meira segja verið auðveldara að keyra Hybrid. Sjálfhlaðandi Hybrid bílarnir okkar skipta nefnilega sjálfkrafa milli bensín- og rafmagnsvélarinnar eftir því hvort hentar betur hverju sinni. Engir takkar né skiptingar.

Og þar sem allir Toyota Hybrid bílar eru sjálfskiptir þá er ekkert mál að setja bílinn í Drive og njóta akstursins með þægilegri Hybrid upplifun.

Toyota Hybrid bílar eru bæði með bensín- og rafmagnsvél en þessar tvær vélar starfa sjálfstætt óháð hvor annarri. Á meiri hraða vinna þessar tvær vélar saman til þess að framleiða meiri orku sem keyrir bílinn áfram. Vélin í Toyota Hybrid er ekki bara hentug fyrir hraðbrautarakstur, heldur skapar hún róandi og þægilegan akstur.

Með tilkomu 2.0 lítra Hybrid vélarinnar í Corolla og 2.5 lítra Hybrid vélarinnar í nýjum RAV4 þá eru Toyota Hybrid bílar enn betur búnir í hraðan akstur og veita góða blöndu af miklum krafti og góðri bensín nýtingu.

Þrátt fyrir að flestir Hybrid bílar séu framhjóladrifnir þá eru aldrifnir - eða 4x4 - Toyota Hybrid bílar í boði fyrir þá sem þurfa á þeim möguleika að halda.

Viðskiptavinir eru ánægðir að heyra að frammistaða Toyota Hybrid yfir vetrartímann er eins og hjá hefðbundnum bílum. Það þarf ekkert að hafa áhyggjur af neinu aukalega þegar það fer að kólna þar sem Hybrid skiptir sjálfkrafa milli rafmagns- og bensínvélarinnar og er sjálfskiptur.

Toyota Hybrid eru útbúnir kerfum sem aðstoða við gott veggrip og betri stöðugleika sem aðstoða þig við akstur í hálku.

Hybrid er meðal bestu bíla í sínum flokki þegar snýr að bensín nýtingu. Fyrir stuttar ferðir á lágum hraða eða í mikilli umferð þá nota þeir í raun ekkert bensín. Það er vegna þess að þegar aðstæður bjóða upp á þá ekur Hybrid einungis á rafmagni. Sem dæmi, þá er Toyota Corolla Hybrid með frábæra bensínnýtingu sem fer niður í allt að 3.4l/100km

Toyota hefur þróað Hybrid þekkingu sína í yfir 20 ár. Hybrid rafhlaðan er hönnuð til þess að endast líftíma bílsins og fyrstu kynslóðar Prius er lifandi sönnun þess, en það má finna fyrstu kynslóðar Priusa á götunni sem hafa komist milljón kílómetra á sömu rafhlöðunni og sömu vél.

Fyrir algjöra hugarró þá er 7 ára ábyrgð á Hybrid rafhlöðunni eða 200.000 km sem með árlegu Hybrid heilsufarstékki framlengist upp í 10 ár.

Hluti af Hybrid hugarró er að Hybrid kerfið og Hybrid rafhlaðan í bílnum þínum eru skoðuð af  tæknisérfræðing Toyota til að tryggja að bæði séu í góðu standi. Að liðnum sjö ára ábyrgðartímanum býðst þér að kaupa framlengda ábyrgð á Hybrid rafhlöðunni frá Toyota. Hægt er að endurnýja þessa ábyrgð árlega eða á 15.000 km fresti, hvort sem á undan kemur, allt þar til bílinn er 10 ára.


 
Það er ekki dýrara að kaupa Hybrid bíl heldur en bensín, dísel eða rafmagnsbíl.
 
Með öllum nýjum Toyota bílum fylgir 3 ára þjónusta sem felur í sér þjónustuskoðun og smurþjónustu fyrstu 3 árin. Auk þess er bílinn í 7 ára ábyrgð sem hægt er að framlengja í allt að 10 ár með því að koma með bílinn í þjónustuskoðun til viðurkennds þjónustuaðila Toyota á Íslandi. Kynntu þér Toyota Relax.

Það kostar um það bil jafn mikið að tryggja Toyota Hybrid og hefðbundinn bíl.

Toyota á Íslandi býður í samstarfi við TM uppá Toyota tryggingar . Kynntu þér málið, þú getur gengið frá kaupunum á einfaldan og þægilegan hátt.

Nei, viðhald á Hybrid bíl er svipað og á hefðbundnum bensín bíl eða jafnvel minna. Við hemlun er rafmótorinn í Hybrid bílnum nýttur sem rafali og hleðsluálag frá honum notað til að hægja ferðina sem gerir það að verkum að bremsuklossar slitna minna.

Rafmótorinn og rafhlaðan í Hybrid bílnum þarfnast ekki viðhalds og hafa sannað sig sem áreiðanleg tækni. Í Hybrid bíl eru færri viðhaldshlutir en í hefðbundnum bensín bíl. Engin kúpling er til staðar í drifásinni, enginn alternator né alternator reim er í bílnum heldur sér Hybrid kerfið bílnum fyrir 12 volta spennu. Enginn AC-dælureim (loftkæling) er í bílnum, Hybrid kerfið keyrir loftkælingardæluna. Enginn startari er í bílnum en Hybrid kerfið sér um að ræsa vélina.

Þá er enginn hefððbundinn gírkassi eða sjálfskipting í Hybrid bílum en í staðin er Hybrid gírkassi. Inni í honum eru tveir rafmótorar og afldeiligír (e. Power split device) sem tengir aflgjafana þrjá og hjólin saman án þess að nein kúpling komi þar við sögu.

Endursöluvirði Toyota Hybrid er mjög gott. Vegna hina ýmsu kosta, rekstrar- og viðhaldskostnaður á bílunum er hagstæður og ábyrgð á Hybrid rafhlöðunni er í allt að 10 ár með tilkomu Toyota Relax og Hybrid hugarró. þá er endursöluvirði Hybrid að meðaltali 4% hærra en á bíl með hefðbundnum orkugjafa.

Toyota Hybrid er með lægsta CO2 útblásturinn í sínum flokki. Því er mikill hvati frá ríkistjórnum fyrir Hybrid bílum, til að mynda eru tillögur að svæðum sem eru einungis fyrir bíla með lágan útblástur og ódýrari stæði, sem tryggir að jafnvel þótt bíllinn sé 4-5 ára gamall þá er endursöluvirðið gott.

Toyota kynnti hina brautryðjandi Hybrid tækni í Prius árið 1997. Í dag er Toyota leiðtogi í Hybrid bílum með yfir 12 milljón Hybrid ökumenn um allan heim. Við bjóðum upp á 9 mismunandi tegundir svo allir eiga kost á að finna Hybrid við sitt hæfi.

Kynntu þér úrvalið hér að ofan.