TOYOTA Á ÍSLANDI

UMHVERFISFYRIRTÆKI ÁRSINS 2018

Toyota er stolt af því að bera titilinn Umhverfisfyrirtæki ársins 2018, en það eru Samtök atvinnulífsins sem standa fyrir valinu. Toyota leggur mikið upp úr því að fara umhverfisvænustu leiðina í allri starfsemi og hefur einsett sér að vera í fararbroddi fyrirtækja á sviði umhverfismála hér á landi. Með því að rýna í umhverfisstjórnkerfi okkar árlega og setja okkur ný markmið í framhaldinu, þróum við og bætum umhverfismál okkar.

  • „Þessi verðlaun eru okkur mikils virði og starfsfólki okkar góð hvatning. Stofnendur fyrirtækisins sýndu mikla framsýni í umhverfismálum og hófu stuðning við skógrækt fyrir tæpum þremur áratugum. Með því var lagður grunnurinn að þeirri umhverfisstefnu sem við fylgjum í dag. 

    Toyota styður enn við skógrækt og við höfum fylgt því eftir með stuðningi við endurheimt votlendis. Öll erum við á sama báti og berum saman ábyrgð á umhverfi okkar. Þetta á jafnt við um daglegt líf einstaklinga, starfsemi fyrirtækja og stefnumörkun opinberra aðila. Við hjá Toyota höfum verið með alþjóðlega umhverfisvottun í 10 ár og högum starfsemi okkar samkvæmt þeim ströngu viðmiðunum sem þar eru settar. Sá rammi utan um starfsemina sem vottunin setur er öflugt tæki til að takast á við þær áskoranir í umhverfismálum sem blasa við á hverjum degi.“


    Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi

Umhverfisstefna Toyota er endurskoðuð á hverju ári og markmiðið er að ná meiri árangri ásamt því að tryggja öryggi og velferð starfsfólks sem tekur virkan þátt.
Endurvinnsla er mikilvæg og fer hlutfall óflokkanlegs sorps hjá Toyota stöðugt minnkandi og er nú komið niður í 13% af heildarúrgangi. Það er gott bæði fyrir umhverfið og reksturinn en bæði starfsmenn og viðskiptavinir eru hvattir til að flokka úrgang og tekur Toyota tekur þátt í kostnaði við grænar tunnur starfsmanna. Í fyrstu voru lítil skref stigin en þáttaskil urðu þegar vottað umhverfisstjórnunarkerfi var innleitt árið 2008.

Úlfar Steindórsson forstjóri Toyota, Ágústa Steingrímsdóttir umhverfis- og öryggisstjórn Toyota, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Bjartur Máni Sigurðsson umhverfis- og öryggisstjórn Toyota, Ragna Sara Jónsdóttir formaður dómnefndar og Kristján Þorbergsson, fjármálastjóri Toyota og annar eigenda.