RYÐVÖRN

TOYOTA Á ÍSLANDI

Allar Toyota bifreiðar sem seldar eru hér á landi koma til landsins með verksmiðjuryðvörn. Þetta er grunnryðvörn sem ekki er ætlað að duga við íslenskar aðstæður til lengri tíma. Þess vegna lætur Toyota á Íslandi ryðverja undirvagninn á öllum nýjum bílum áður en þeir eru afhentir.

Þó undirvagninn sé ryðvarinn í upphafi á vegum Toyota á Íslandi þarf að endurnýja þá ryðvörn  reglulega samkvæmt þeim ábendingum sem settar eru fram af fyrirtækinu sem ryðver.  Ryðvarnarfyrirtækin taka líka að sér að ryðverja aðra hluti bifreiðanna en undirvagninn, allt eftir óskum hvers og eins.

Rétt er að benda á að það er á ábyrgð eiganda bílsins að sjá til þess að viðhalda ryðvörn hans. Sé slíku eðlilegu viðhaldi ekki sinnt getur það haft áhrif á verksmiðjuábyrgð bílsins á sama hátt og ef eðlilegu viðhaldi bílsins almennt er ekki sinnt.

 

TIL AÐ VIÐHALDA VERKSMIÐJUÁBYRGÐ ER MIKILVÆGT AÐ RYÐVERJA BÍLINN