Toyota á Íslandi og Félag íslenskra bifreiðaeigenda hafa undirritað samning sem felur í sér vegaaðstoð fyrir umráðamenn sem keyra um á nýjum bíl sem fluttur er inn af Toyota á Íslandi. Vegaaðstoð er í boði á öllum tímum sólahringsins alla daga ársins.
Vegaaðstoðin felur meðal annars í sér:
- Aðstoð ef bíll verður straum- eða bensínlaus
- Aðstoð við dekkjaskipti ef dekk springur
- Flutning á verkstæði ef bíll bilar
- Flutning rafmagnsbíls heim eða á næstu hleðslustöð ef rafmagnið klárast
Einnig fylgir FÍB aðild í 12 mánuði fyrir umráðamann bifreiðar, honum að kostnaðarlausu.
Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar um FÍB aðild. (Opens in new window)