1. Söguslóðir Toyota sportbílanna
  2. 2000GT

TOYOTA 2000GT

SÖGUSLÓÐIR TOYOTA SPORTBÍLANNA (2. HLUTI)

Toyota 2000GT er frægur fyrir hlutverk sitt í James Bond myndinni You Only Live Twice frá árinu 1967, þar sem Sean Connery fór með hlutverk njósnarans. Bíllinn kom fyrst fram á sjónarsviðið sama ár og með tilkomu bílsins sýndi Toyota fram á að fyrirtækið ætlaði sér að vera meðal fremstu framleiðenda sportbíla í Evrópu.

Fyrsti ofursportbíll Japana

Hugmyndin af nýrri Toyota Gran Turismo útfærslu var útfærð stuttu eftir Grand Prix kappaksturkeppnina sem var haldin í Japan árið 1964. Hugmyndin var framkvæmd í samvinnu við Yamaha Motor framleiðandann og var Shoichi Saito með yfirumsjón yfir framleiðsluferlinu. Fyrirmæli hans voru einföld: ,,Gerið allt sem til þarf til þess að Toyota 2000GT verði meðal bestu bíla sem hafa verið framleiddir, jafnvel sá besti sem hefur verið framleiddur í heiminum.'' Ári seinna urðu draumórar Saito's að veruleika þegar frumgerð Toyota 2000GT sem nefndist '280 A1' var sýnd á bílasýningunni í Tokyo árið 1965. 

Toyota 2000GT er með fallegar línur sem minna einna helst á útlit Coke flösku. Stór aðalljós sem eru umlukinn plexigleri tryggja sérstakt og ógleymanlegt útlit. Langt og tilkomumikið húddið hefur að geyma heimsklassa vél og ofan á húddinu eru ljóskastarar sem skjóta upp kollinum þegar þeir eru í notkun en falla annars niður og haldast þétt upp við bílinn til að tryggja fullkomið loftflæði um bílinn.   

Toyota 2000GT var hannaður með ökumanninn í huga. Stjórnklefi bílsins er lítill en vel hannaður. Í hæstu stöðu situr ökumaður í 116 cm fjarlægð frá undirlagi og er á meðvitaðan hátt staðsettur aftarlega í stjórnklefanum sem leiðir til þess að staða bílsins og þyngd dreyfist jafnt og samsvarar sér fullkomlega og leiðir til þess að bílinn rennur vel. 

Frammistaða bílsins var meðal þeirra bestu á sínum tíma, 150 hestafla, 2. lítra, 6 sílendra vél kom Toyota 2000GT upp í allt að 220km/klst. Bílinn kom sér í sögubækurnar fljótlega eftir að hann kom á markað og varð þekktur innan kappaksturssenunar. Toyota 2000GT setti mörg hraðamet á sínum tíma og meðal þeirra voru til að mynda þrjú heimsmet og þrettán alþjóðleg met. Bílinn náði talsverðum árangri í kappakstursmótum bæði í Bandaríkjunum og í Japan og er hvað þekktastur fyrir sigurinn í 24 klukkustunda Fuji kappakstrinum árið 1967.

Eftir þrjú ár í framleiðslu var búið að framleiða 337 Toyota 2000GT bíla og var síðasti bílinn framleiddur árið 1970. Toyota 2000GT var mikilvægur í sportbílasögu Toyota og hefur haft áhrif á framleiðslu og hönnun samskonar bíla og má þar helst nefna Toyota Supra og Toyota GT86.   

KANNAÐU SÖGUSLÓÐIR TOYOTA SPORTBÍLANNA