1. Söguslóðir Toyota sportbílanna
  2. Celica

TOYOTA CELICA

SÖGUSLÓÐIR TOYOTA SPORTBÍLANNA (3. HLUTI) ARFLEIFÐ TOYOTA SPORTBÍLSINS

Heiti bílsins þýðir 'himneskur' á spænsku og því engin tilviljun að um leið og Toyota Celica kom á götuna árið 1970 var tekið eftir bílnum. Toyota Celica var hannaður með ökumanninn í huga og var markmiðið að tilfinninging ökumans undir stýri væri sú að allir vegir væru honum færir.

Hin himneski Celica

Þægindi í innra rými og í akstri eru eiginleikar sem voru í forgangi í framleiðslu og hönnun Toyota Celica en auk þess þurftu framleiðendur að svara kalli ökumanna sem óskuðu eftir nýjungum á markaðnum. Það gerðu þeir með því að útbúa undirvagn sem var með sjálfstæðan framhluta og innihélt fjögurra tenginga fjöðrun sem olli engum vonbrigðum meðal ökumanna bílsins.

Fjórða kynslóð af Toyota Celica sem kom fyrst á markaðinn árið 1985 var nýjung sem fól í sér nýja uppsetningu á framhjóladrifi (sem kom í stað afturhjóladrifsins). Ein helsta nýjungin sem kom í kjölfarið var þegar GT-Four útfærslan af Celica kom á markaðinn með fjórhjóladrifi og öflugri 185PS DOHC vél. Þessi vél var öflugasta 2-lítra vél í Japan á þessum tíma og var þess vegna tilvalið að bílinn myndi taka þátt í World Rally kappaksturskeppninni (WRC).    

Framleiðsluteymi Toyota Celica þurfti ekki að bíða lengi eftir góðum árangri á kappaksturssviðinu. Carlos Sainz hreppti fyrsta sætið í keppni ökumanna í World Rally kappakstrinum árið 1990, þá varð Toyota fysti japanski bílaframleiðandinn til að eiga bíl í verðlaunasæti. Bílinn hlaut einnig annað sætið í flokki framleiðenda. Árið 1992 fór sérstök kappakstursútgáfa af Celica GT í framleiðslu sem nefndist GT-Four RC þar sem RC stóð fyrir rallý kappakstur (Rally Competition). Kappakstursútgáfan af bílnum vann bæði verðlaun í flokki ökumanna og framleiðenda árið 1993 þegar Juha Kankkunen var ökumaður bílsins og aftur ári seinna, 1994,  þegar Didier Auriol var undir stýri.

Sjöunda útgáfan af bílnum kom á markað árið 1999 og var það síðasta útgáfan af hinum himneska Toyota Celica sem fór í framleiðslu. Saga bílsins nær yfir 35 ára tímabil og á þeim tíma voru framleiddar sjö mismunandi útgáfur af bílnum, hann hefur selst í yfir 4 milljónum eintaka og fengið fjölda verðlauna í rallý og mótorsport aksturskeppnum. Toyota Celica mun því seint gleymast og er stór kafli í sögu Toyota sportbílanna.

KANNAÐU SÖGUSLÓÐIR TOYOTA SPORTBÍLANNA