1. Söluaðilar
  2. Toyota Kauptúni
  3. Verkstæði

ALMENNT VERKSTÆÐI

TOYOTA KAUPTÚNI

Viðgerðir geta verið bæði stórar og smáar og fátt kemur þaulreyndum tæknimönnum okkar á óvart. Ef þér finnst bíllinn þinn ekki vera eins og hann á að sér að vera er tilvalið að láta fagmann líta á hann. Öflugir tæknimenn okkar með mikla reynslu flýta öllu viðgerðarferlinu eins og kostur er.

Þjónustuskoðanir

Fyrirbyggjandi viðhald er nauðsynlegt að framkvæma til að viðhalda ábyrgð og öryggi bifreiðarinnar. Við mælum með reglulegum viðhaldsskoðunum á 15.000 km fresti eða einu sinni á ári til að hámarka líftíma bifreiðarinnar. Hefðbundna smurþjónustu þarf að framkvæma á sex mánaða eða 7.500 km fresti, hvort sem fyrr verður.

Í  þjónustuskoðunum eru fjölmörg atriði skoðuð og  gengið úr skugga um að allt sé eins og best verður á kosið. Meðal annars eru öryggisatriði og slithlutir skoðaðir, uppfærslur framleiðanda og fyrirbyggjandi aðgerðir framkvæmdar. Þjónustuskoðanir innihalda smurþjónustu.

Ábyrgð

Toyota og Lexus bílar eru í ábyrgð í allt að 7 ár. Komi upp framleiðslugalli innan ábyrgðartímans er hann lagfærður bíleiganda að kostnaðarlausu. Til þæginda lánum við bíl á meðan ábyrgðarviðgerð stendur yfir.
Toyota Kauptúni metur og framkvæmir ábyrgðarviðgerðir fyrir hönd framleiðanda. 

Ábyrgðarskilmálar framleiðanda eru hér.

Smelltu hér til að bóka þjónustu eða hafðu samband í síma 570 5000