Það er ekki langt síðan þú þurftir langan lista af aukahlutum líkt og geisladiska, landakort o.fl. þegar lagt var af stað í ferðalag. Vegna framsækinna tækniframfara taka sömu nauðsynlegu hlutir minna pláss í dag. Sem dæmi um það má nefna nýjustu útfærslur margmiðlunarkerfa Toyota; Toyota Touch® 2 og Toyota Touch® 2 Go sem bjóða upp á heilan heim af nytsamlegum upplýsingum og afþreyingu. Til að tryggja ánægju og öryggi fylga fríar uppfærslur á leiðsögukortum og öðrum tengdum þjónustum í 3 ár.
TOYOTA TOUCH® 2 MARGMIÐLUNARKERFIÐ
FRÍAR UPPFÆRSLUR Á LEIÐSÖGUKORTUM Í 3 ÁR
TOYOTA TOUCH® 2 GO
Leiðsögukerfi
Toyota Touch® 2 hefur allar lausnir sem þú þarft til að ferðast innan Evrópu. Auka möguleiki í leiðsögukerfinu er að sjá kort í 2D eða 3D, fjöldi forrita sem aðstoðar þig við aksturinn og hjálpar þér að finna bílastæði. Þá er einnig hægt að setja inn allt að fjóra mismunandi áfangastaði með sjálfvirka leiðsögukerfinu. Þá þarf bara að velja næsta áfangastað og leiðsögukerfið fer strax í að leiðbeina þér réttu leiðina.
Sjónræn leiðsögn
Toyota Touch® 2 notast við Google Street View til þess að birta myndrænt nákvæma staðsetningu bílsins og birtir jafnóðum upplýsingar um veður og bílastæði á svæðum í nágrenni við bílinn. Þegar þú nálgast áfángastaðin birtir Toyota Touch® 2 upplýsingar um hvar sé að finna laus bílastæði sem flýta fyrir og auðveldar þér lífið.
Hafðu augun á veginum
Toyota Touch 2® býður upp á möguleika að notast við raddstýringu til að virkja forrit sem gerir leiðsögukerfið aðgengilegra og auðvelt í notkun. Hægt er að virkja raddstýringar eiginleikan við forritið Apple Siri Eyes sem er aðstoðarkerfi sem auðveldar þér að stjórna tónlistarvali í bílnum, svara símtölum, senda textaskilaboð eða hlusta á textaskilaboð, svo þú getir einbeitt þér að fullu að akstrinum. Með því að ýta á "þekkja röddina" takkann á stýrinu getur þú gefið Apple SIri Eyes beinar skipanir.