VETNI FYRIR ALLA
FJÖLGUN VETNISSTÖÐVA Í EVRÓPU
Verkefnið Hydrogen Mobility Europe (H2ME) er viðamikið verkefni þar sem stefnt er að fyrsta samevrópska neti vetnisáfyllingarstöðva. Hér er um að ræða stórt skref í átt að vetnissamfélaginu þar sem ökumenn vetnisknúinna bíla öðlast mun greiðari aðgang að áfyllingarstöðvum.
Markmið H2ME-verkefnisins er að sýna fram á að vetnisbílar, áfyllingarstöðvar og framleiðslutækni eru bæði tæknilega og rekstrarlega ákjósanlegir valkostir með því að stækka til muna vetnisbílaflota Evrópu.
Frekari upplýsingar (Opens in new window)
Þetta verkefni er fjármagnað af Fuel Cells and Hydrogen 2 Joint Undertaking (FCH JU) samkvæmt samkomulagi nr. 671438 og nr. 700350. FCH JU fær stuðning frá Horizon 2020, rannsókna- og þróunaráætlun Evrópusambandsins, New European Research Grouping on Fuel Cells and Hydrogen („N.ERGHY“) og Hydrogen Europe.