TOYOTA GT86

SÖGUSLÓÐIR TOYOTA SPORTBÍLANNA (7. HLUTI)

Toyota GT86 kom á markað árið 2011 og var kærkomin viðbót á bílamarkaðinn fyrir sportbílaunnendur og í raun akkúrat það sem þurfti, sérstaklega vegna þess að sportbílarnir MR2, Celica og Supra voru ekki lengur í framleiðslu.

Endurkoma akstursánægjunnar

Hópur ástríðufullra hönnuða og verkfræðinga fékk innblástur frá Toyota sportbílagoðsögnunum 2000GT og AE86 þegar þeir hönnuðu Toyota GT86. Markmið þeirra var að hanna sportbíl sem skilaði ökumanni ósvikna akstursánægju. Vegna velgengni og vinsælda fyrrum sportbíla var ákveðið að halda í þá eiginleika sem virkuðu vel og þess vegna var vélin staðsett í framhluta bílsins og bíllinn var útbúinn afturhjóladrifi. Það besta úr fyrri sportbílum Toyota var yfirfært á GT86 sem skilaði sér í frábærum sportbíl.

Toyota GT86 er fisléttur, með lágan þyngdarpunkt og bensínvél sem býr yfir miklum snúningshraða sem sér um að stjórna afturhjólunum. Bílinn býður upp á frábæra aksturseiginleika sem er akkúrat það sem framleiðsluteymi bílsins hafði lofað. 

Til þess að gleðja augað er einkennismerki bílsins svokallað 86 merki skreytt stýri bílsins, þá er púströr bílsins nákvæmelega 86mm langt en það er skírskotun í vél bílsins sem er 86mm x 86mm bore and stroke vél.

Líkt og margar aðrar Toyotur hefur GT86 fengið gott umtal víðast hvar um heiminn fyrir að vera einstaklega ánægjulegur í akstri ásamt því að vera útbúinn einfaldri kröftugri vél á sanngjörnu verði. Þökk sé kraftmikilli vél hefur GT86 notið talsverðar velgengni í kappaksturskeppnum víða um heiminn. Má þar helst nefna útfærsluna Toyota GT86 CS-R3 sem hefur tekið þátt í fjölda keppna og þar á meðal World Rally meistarakeppninni.      

 

Framtíðarhorfur Toyota

Um það leyti sem Toyota GT86 kom á markað setti forseti Toyota, Akio Toyoda fram framtíðarsýn fyrirtækisins. Sú sýn var á þá leið að Toyota ætti að halda áfram að framleiða góða bíla sem eru skemmtilegir í akstri og notaðist hann við kjörorðin: Ef engin aksturánægja er til staðar þá ertu ekki að keyra bíl eða ‘if it’s not fun to drive, it’s not a car.’

Með þessum orðum voru markmið fyrirtækisins sett, það er að framleiða bíla sem auka akstursánægju ökumanna en Toyota GT86 er einmitt dæmi um bíl sem stenst þessar kröfur.

En hvejar ætli framtíðarhorfur Toyota sportbílanna séu?

KANNAÐU SÖGUSLÓÐIR TOYOTA SPORTBÍLANNA