FJARSTÝRÐAR AÐGERÐIR
MyToyota appið mun sýna hleðslustöðu og eftirstandandi drægni á Hybrid Plug-in eða rafbílnum þínum, allt eftir því hvaða búnaður er í bílnum þínum.
Sú drægni sem eftir er af rafhlöðunni og tilgreind er í km í appinu gæti verið frábrugðin þeirri drægni sem sýnd er í bílnum. Taktu alltaf mið af þeirri drægni sem sýnd er í mælaborði bílsins.
Toyota tekur enga ábyrgð ef ófullnægjandi eða ónákvæmar upplýsingar eru sýndar í MyToyota appinu.
Þú getur fjarhitað eða forkælt ökutækið þitt í gegnum MyToyota appið, allt eftir því hvaða búnaður er í bílnum þínum. Byggt á gerð ökutækis þíns gætirðu líka fjar stillt æskilegt hitastig, ræst afþýðingu fram- og/eða aftur rúðu, auk þess geturðu stillt eina eða fleiri tímaáætlanir á forhitun/kælingu fram í tímann á bílnum. Að auki gerir þessi þjónusta þér kleift að fjarstilla tímasettningu hleðslutíma fyrir bílinn þinn.
Þegar þú notar fjarstýringu, gangtu þá úr skugga um að:
- Að bíllinn sé kjurr og þú hafir skoðað umhverfi bílsins með öryggi í huga. Að það séu engin gæludýr eða fólk í bílnum.
- Ekki nota fjarstýringuna ef húddið er opið eða ef bíllinn er geymdur innandyra án loftræstingar.
- Notið þjónustuna aðeins þegar þörf krefur. Berið virðingu fyrir umhverfinu og lágmarkið allan hávaða eða loftmengun.
Vinsamlegast virðið alltaf lög og reglur á þeim stað og því landi sem gætu takmarkað notkun þessarar þjónustu á þínu svæði (til dæmis: sum sveitarfélög og náttúrugarðar).