VETNISSAMFÉLAGIÐ

ENDURMÓTAR SAMFÉLAG OKKAR

Þörf er á sjálfbærum kerfum í stað bruna jarðefnaeldsneytis, sem veldur skaðlegum áhrifum á umhverfi okkar. Vetni hefur alla burði til að spila þar stórt hlutverk enda öruggur valkostur sem stuðlað getur að hreinna samfélagi. Hér að neðan getur að líta myndskeið með frekari upplýsingum.

 
 

Þörf er á sjálfbærum kerfum í stað bruna jarðefnaeldsneytis, sem veldur skaðlegum áhrifum á umhverfi okkar. Vetni hefur alla burði til að spila þar stórt hlutverk enda öruggur valkostur sem stuðlað getur að hreinna samfélagi. Hér að neðan getur að líta myndskeið með frekari upplýsingum.

  • Framleiðsla

    Þörfin fyrir nýjan orkugjafa hefur aldrei verið meiri. Við verðum að finna sjálfbært kerfi í stað jarðefnaeldsneytis og svarið er vetni. Vetni fellur vel að fyrirliggjandi innviðum fyrir jarðefnaeldsneyti og dregur þannig úr kostnaði og þörf á framkvæmdum um leið og það tryggir störf og kemur í veg fyrir eignatap. Framleiðsla vetnis er stöðugt efnafræðilegt ferli. Hér er því ekki aðeins um öruggan, hreinan og kostnaðarlítinn valkost að ræða heldur er vetni orkuheldnara en nokkur annar orkugjafi, sem gerir það að einstaklega raunhæfum kosti frá rekstrarlegu sjónarmiði.

    Innlend framleiðsla er einnig fullkomlega raunhæf, sem jafnvel gæti gert heimilum kleift að framleiða sitt eigið rafmagn með samsvarandi minnkun kolefnisspors og útgjalda.

  • Flutningar

    Mörg lönd eru að prófa sig áfram með notkun vetnis í almenningssamgöngum. Áfylling vetnis tekur stuttan tíma og orka vetnis helst stöðug mun lengur en orka jarðefnaeldsneytis, sem gerir ökutækjunum kleift að aka lengra og lengur á einni áfyllingu. Auk þess dregur vetni verulega úr útblæstri, hávaðamengun og umhverfisskaða án þess að það komi niður á gæðum samgangnanna.

    Toyota stefnir á að framleiða meira en 100 vetnisstrætisvagna fyrir Ólympíuleikana og Ólympíuleika fatlaðra í Tókýó 2020. Þetta er gert til að auka þekkingu og skilning á vetni hjá almenningi.

  • Umhverfisáskorun Toyota fyrir árið 2050

    Umhverfisáskorun okkar fyrir árið 2050 var kynnt árið 2015 og hún samanstendur af sex ólíkum áskorunum sem ná til allra þátta fyrirtækisins, vöru- og tækniþróunar á okkar vegum og þess hlutverks okkar að auðvelda einstaklingum og samfélögum að fræðast um náttúruna og leggja sitt af mörkum fyrir hana.

  • Bara betra

    Hvað eigum við við með slagorðinu „Just Better“? Umhyggja fyrir umhverfinu er ekki nýtilkomin hjá Toyota. Í fjölda ára hefur fyrirtækið unnið hörðum höndum að því á öllum sviðum rekstrarins að eftirfylgni við umhverfisreglur sé lögð til grundvallar öllu því sem við gerum. Í þessum hluta er að finna upplýsingar um áhersluna á umhverfið innan fyrirtækisins, aðferðafræðina og vottun sem tryggir að við erum „bara betri“.

FREKARI UPPLÝSINGAR UM VETNI