Fyrsta flokks
Lifðu lífinu til fulls. Stílhreinn og rúmgóður, Proace City Verso er fullkominn fyrirferðarlítill farþegabíll, hentar vel til fólksflutninga eða fyrir stærri fjölskyldur
Lifðu lífinu til fulls. Stílhreinn og rúmgóður, Proace City Verso er fullkominn fyrirferðarlítill farþegabíll, hentar vel til fólksflutninga eða fyrir stærri fjölskyldur
Einstaklega þægilegur, sveigjanlegur og fáanlegur með allt að sjö sætum, Proace City Verso hefur þann sveigjanleika sem lífsstíll þinn krefst. Rúmgóður, auðvelt að breyta til að hann henti þínum þörfum, í boði í tveimur lengdum og sætum sem leggjast saman og renna eftir þörfum.
Sveigjanlegt rými
Með því að sameina snjalla hönnun og óviðjafnanlega getu, rúmar Proace City Verso rúmar allt að sjö í einstaklings- eða bekkjasætum.
Það er auðvelt að aðlaga rýmið að ferðalaginu framundan
Hvort sem þú keyrir Proace City Verso í atvinnurekstri eða notar hann fyrir fjölskylduna, þá er nýtist fjölhæfnin og sveigjanleikinn sem bíllinn bíður upp á vel. Hægt er velja á milli þess að hafa aðra sætaröðinna með bekk sem hægt er að leggja niður eða með þremur stökum sætum. Báðir valkostirnir eru með ISOFIX.
Proace City Verso býður upp á sveigjanlegt rými fyrir allt að 7 farþega. Hægt er að velja þrjú stök sæti í annarri sætaröð eða bekk sem hægt er að leggja niður og renna fram og aftur þannig að þú getir valið fótarými og farangursrými eftir þínum þörfum. Öll farþegasætin nema sæti í þriðju sætaröð má leggja niður, einnig framsæti fyrir farþega, sem býður upp á afar mikla flutningsgetu.
Proace City Verso er nettur og lipur í akstri. En það þýðir ekki að það komi niður á innra rými, Í hurðum má finna 5,9 lítra vasa og geymslurými í lofti eru tilvalinn til að geyma persónulega hluti.
Með niðurfellanlegum sætum sem auðvelda hleðslu og miklu plássi passar Proace City Verso fullkomlega fyrir fjölbreyttan lífsstíl. Reiðhjól, brimbretti eða ferðatöskur - það er staður fyrir þetta allt í Proace City Verso.
Aflrásir
Veldu aflrás sem hentar þér. Proace City Verso er fáanlegur með úrvali háþróaðra aflrásarvalkosta sem henta mismunandi lífsstíl, allt frá nýstárlegum og skilvirkum rafmagns aflrásum til háþróaðra bensín- og dísilvéla.
Tækni
Tækni sem tengir þig við bílinn gerir hvert augnablik auðveldara, öruggara og ánægjulegra. Stafrænt ökumansrými, með frábærum skýrleika, Proace City Verso státar af nýjustu tækni í margmiðlunartengingu, þar á meðal raddstýringuog hentugri snertiskjátækni.
Nýstárlega stafræna ökumannsrýmið gerir allar ferðir betri. Með sérsniðnum skjáum og óviðjafnanlegum skýrleika,
setur 10" upplýsingaskjárinn þér trausta stjórn á meðan ProTouch 10" margmiðlunarsnertiskjár býður upp á Apple CarPlay og Android Auto™ samhæfni.
Með 10" upplýsingaskjánum getur þú haft mikilvægar upplýsingar í sjónlínu á meðan þú keyrir.
Að streyma uppáhalds tónlistinni þinni og hringja gæti ekki verið einfaldara með þráðlausri tengingu við bílinn með Apple CarPlay og Android Auto™ samhæfni. Margmiðlunarsnertiskjárinn speglar einfaldlega símaskjáinn þinn, svo þú getur bara smellt og spilað.
Fyrir öryggi þitt er Proace City Verso með eCall neyðarhnapp. Ýttu á hnappinn til að hringja í neyðarþjónustu ef slys ber að höndum. Kerfið getur látið neyðarþjónustuna vita sjálfkrafa ef þörf krefur, sem gefur þér fulla hugarró.
Öryggi
Toyota Proace City Verso er búinn Toyota Safety Sense aksturaðstoðarkerfum sem aðstoða þig við aksturinn með það að markmiði að auka öryggi þitt og annara í umferðinni. Hvort sem þú ert að sinna erindum í borginni eða úti á þjóðveginum.
Með aðstoð myndavéla sem greina veginn framundan varar akreinavarinn ökumann með hljóð- og ljósmerkjum ef bílinn byrjar að stefna út af akreininni. Stýrisaðstoðin beygir bílnum mjúklega aftur inn á miðju vegar.
Árekstrarviðvörunarkerfi Toyota Safety Sense notar myndavél og leysigeisla eða myndavél og radar til að greina aðra bíla á veginum fram undan. Ökumaðurinn er varaður við hættu á árekstri með hljóðmerkjum og sjónrænum viðvörunum og hemlunaraðstoð er virkjuð. Takist ökumanninum ekki að hemla í tæka tíð er hemlað sjálfkrafa til að forða árekstri eða draga úr höggi.
Þetta kerfi heldur þér í tiltekinni lágmarksfjarlægð frá næsta bíl fyrir framan. Þegar of stutt er í næsta ökutæki dregur kerfið úr hraðanum og beitir loks hemlunum og hemlaljósin kvikna. Sjálfvirkur hraðastillir yfir allt sviðið getur stöðvað bílinn að fullu ef ökutækið á undan stöðvar og ekið honum aftur af stað við smávægilega hreyfingu inngjafarfótstigsins eða þegar ýtt er á rofann fyrir sjálfvirka hraðastillinn. Ef þú átt bíl sem er búinn umferðarskiltaaðstoð greinir kerfið einnig hraðatakmarkanir á akstursleiðinni og birtir ráðleggingar um hvað gera skuli.
Sjálfvirka háljósakerfið vaktar veginn fram undan til að greina aðalljós úr gagnstæðri átt. Ef kerfið greinir aðalljós skiptir það sjálfkrafa af háljósum yfir á lágljósin. Þegar aðalljósin eru komin fram hjá skiptir kerfið sjálfkrafa yfir á háljósin aftur. Útkoman? Öruggari akstur í myrkri fyrir þig og aðra vegfarendur.
Umferðarskiltaaðstoðin í Toyota Safety Sense fylgist með umferðarskiltum fram undan og birtir gagnlegar upplýsingar, svo sem um gildandi hámarkshraða eða takmarkanir á framúrakstri, með skýrum hætti á nýja TFT-litaskjánum. Kerfið varar einnig við bæði með hljóðmerki og sýnilegum viðvörunum ef ekki er farið eftir umferðarskiltunum.
Blindsvæðisskynjarinn gerir ökumanninum viðvart um bíla sem viðkomandi hefur hugsanlega ekki séð í hliðarspeglunum. Þetta er sérstaklega gagnlegt þegar tekið er fram úr.
Veldu útfærslu
Frá
6.290.000 kr.
Frá
6.590.000 kr.
Frá
8.060.000 kr.
Frá
6.690.000 kr.
Frá
6.990.000 kr.
Frá
8.360.000 kr.
Frá
7.990.000 kr.
Frá
8.660.000 kr.
Frá
8.390.000 kr.
Frá
8.960.000 kr.
Frá
8.690.000 kr.
Frá
8.260.000 kr.
Aukahlutir
Aukahlutir Toyota gefa þér kost á að sérsníða þin Proace City Verso. Meira rými eða geymslulausnir fyrir áhugamálin? Ekkert mál, geymslubox, skíðafestingar og hjólafestingar tryggja að þú og Proace City Verso getið gert allt saman.