Klár í hvað sem er
Klár í hvað sem er, Proace er fjölhæfur sendibíll. Hann er búinn fjölbreyttum tæknilausnum sem aðstoða þig við aksturinn. Veldu á milli tveggja yfirbygginga og tveggja lengda sem henta þínum atvinnurekstri.
Klár í hvað sem er, Proace er fjölhæfur sendibíll. Hann er búinn fjölbreyttum tæknilausnum sem aðstoða þig við aksturinn. Veldu á milli tveggja yfirbygginga og tveggja lengda sem henta þínum atvinnurekstri.
Toyota Professional - Fyrirtækjalausnir
Við veitum fyrirtækjum þær vörur og þjónustu sem þau þurfa til að halda sér gangandi. Kynntu þér Toyota Professional – þinn samstarfsaðila
Veldu þann sem hentar þér
Proace býðst í mismunandi samsetningum, finndu þann sem hentar fyrir þig. Veldu á milli tveggja yfirbygginga og tveggja lengda.
Proace sameinar frábæra aksturgetu og fjölhæfni, þar sem hvergi er slakað á kröfunum, og afkastagetu og með Proace Electric færðu skilvirkni rafknúinnar aflrásar sem skilar engum útblæstri. Sama hverjar kröfurnar eru þá er Proace til staðar fyrir þig. Annasömu lífi í borginni og störfum utanbæjar er sinnt með óviðjafnanlegri afkastagetu.
Aflrásir
Hverjar sem kröfur þínar eru, þá hefur Proace aflrás sem hentar. Veldu á milli tveggja dísilvélakosta eða hagkvæmrar raforku.
Snjöll innrétting sem er sérsniðin fyrir lífið á veginum, Proace sameinar þægindi og afköst. Mættu afslappaður og tilbúinn í daginn framundan þökk sé hljóðlátu, loftkældu farþegarými sem er búið þeirri tækni sem þú þarft.
Stafræni stjórnklefi Proace gerir ferðir þínar hraðari, auðveldari og skemmtilegri. Hnappar og upplýsingaskjáir eru staðsettir til að lágmarka þann tíma sem augun þín eyða í að stilla sig á milli skjásins og vegsins framundan, 10" upplýsingaskjár í hárri upplausn heldur þér upplýstum.
Hringdu, streymdu miðlum eða stilltu áfangastað í leiðsögukerfið á augnabliki í gegnum bjarta og móttækilega 10" snertiskjáinn. Samhæft við Apple CarPlay og Android Auto.
Stafrænn baksýnisspegill notar myndavél til að auka sjónsvið þitt til muna. Proace er búinn eCall neyðarhnappi. Þú getur ýtt á hnappinn til þess að hringja í neyðarlínuna en kerfið getur einnig haft sjálfkrafa samband við viðbragðsaðila og gefið upp staðsetningu þína ef þú hefur ekki tök á því.
Proace er meira en bara bíll. Innbyggt, niðurfellanlegt borð sem hægt er að halla í átt að ökumanni eða farþega gerir þér auðveldara að borða eða vinna á ferðinni. Breyttu borðinu í sæti fyrir þriðja farþegann þegar þú þarft ekki á því að halda.
Öryggi
Toyota Proace er búinn Toyota Safety Sense aksturaðstoðarkerfum sem aðstoða þig við aksturinn með það að markmiði að auka öryggi þitt og annara í umferðinni. Hvort sem þú ert að sinna erindum í borginni eða úti á þjóðveginum.
Árekstrarviðvörunarkerfið getur greint hættu á árekstrum og aðstoðað þig við að forðast árekstra við aðra bíla, gangandi vegfarendur, hjólreiðafólk og mótorhjól. Það varar ökumann við með hljóðmerkjum, sjónrænum viðvörunum og hemlunaraðstoð til að forðast eða draga úr höggi við árekstur.
Þetta kerfi heldur þér í tiltekinni fyrirframstilltri lágmarksfjarlægð frá næsta bíl fyrir framan. Þegar of stutt er í næsta bíl dregur kerfið úr hraðanum og beitir loks hemlunum og kveikir hemlaljósin.
Með aðstoð myndavéla sem greina veginn framundan varar akreinavarinn ökumann með hljóð- og ljósmerkjum ef bílinn byrjar að stefna út af akreininni. Stýrisaðstoðin beygir bílnum mjúklega aftur inn á miðju vegar.
Skynjarar fylgjast stöðugt með fjarlægð frá næsta bíl og öðrum hindrunum sem kunna að vera á veginum. Ef fjarlægðarskynjararnir greina hættu á árekstri mun kerfið bregðast við með því að hemla til þess að koma í veg fyrir árekstur eða draga úr höggi.
Umferðarskiltaaðstoðin í Toyota Safety Sense fylgist með umferðarskiltum fram undan og birtir gagnlegar upplýsingar, svo sem um gildandi hámarkshraða eða takmarkanir á framúrakstri, með skýrum hætti á nýja TFT-litaskjánum. Kerfið varar einnig við bæði með hljóðmerki og sýnilegum viðvörunum ef ekki er farið eftir umferðarskiltunum.
Þetta kerfi aðstoðar ökumanninn við að halda bílnum á akreininni. Kerfið greinir beygjuna fram undan og aðlagar stýrisaðstoðina eftir þörfum. Það getur einnig hjálpað til við betri akstur í beinni línu.
Veldu útfærslu
Frá
7.970.000 kr.
Frá
8.270.000 kr.
Frá
8.490.000 kr.
Frá
8.170.000 kr.
Frá
8.470.000 kr.
Frá
8.990.000 kr.
Frá
9.890.000 kr.
Frá
9.970.000 kr.
Frá
9.670.000 kr.
Frá
9.790.000 kr.
Frá
10.090.000 kr.
Frá
10.170.000 kr.
Frá
9.870.000 kr.
Frá
9.990.000 kr.
Frá
10.270.000 kr.
Frá
10.090.000 kr.
Aukahlutir
Aukahlutir Toyota gefa þér kost á að sérsníða Proace. Ýmsir samgöngu-, verndar- og öryggisvalkostir eru í boði fyrir ólíkar atvinnugreinar.