TOYOTA TRYGGINGAR

LÁN Í ÓLÁNI

Tryggð frá fyrsta starti, þú getur gengið frá kaupunum á ökutækjatryggingunni þegar í stað á einfaldan og þægilegan hátt. Smelltu á hnappinn til að byrja ferlið.

Toyota á Íslandi hefur löngum verið þekkt fyrir að sýna viðskiptavinum sínum tryggð með framúrskarandi þjónustu. Núna fæst bifreiðin tryggð frá fyrsta starti, vátryggt af TM.

Af hverju Toyota tryggingar?

Til viðbótar við frábæra þjónustu og góða tryggingu býðst viðskiptavinum Toyota trygginga eftirfarandi þjónusta aukalega.
Á einungis við ef viðgerð fer fram í gegn um viðurkenndan þjónustuaðila Toyota og ef um kaskótjón er að ræða.

  • Afnot af bílaleigubíl

    Þú færð afnot af bílaleigubíl allan þann tíma sem bíllinn þinn er í viðgerð.

  • Viðurkenndir Toyota varahlutir

    Við tryggjum að viðurkenndir Toyota varahlutir séu notaðir í allar viðgerðir.

  • Bílaþrif

    Að viðgerð lokinni þrífum við bílinn þinn að utan svo þú fáir hann skínandi hreinan í hendurnar.

Hafðu samband og við tryggjum þig rétt

Óhöppin gera ekki boð á undan sér. En með Toyota tryggingu hjá TM í farteskinu gætir þú samt hrósað happi. Afnot af bílaleigubíl á meðan við gerum við bílinn þinn og við skilum honum til þín tandurhreinum að utan að viðgerð lokinni. Tryggðu þig rétt, hafðu samband við okkur og við göngum frá öllum óþarfa flækjum.

Hafa samband (Opnast í nýjum glugga)

Spurningar varðandi Toyota trygginguna þína

Ekki hika við að hafa samband í síma 515 2640 eða senda okkur tölvupóst á toyota@tm.is (Opens in new window) ef þig vantar aðstoð í tengslum við trygginguna þína

Hvað ef það kemur til tjóns?

Ef þú verður fyrir því óhappi að lenda í tjóni þá eru hér leiðbeiningar um hvernig tilkynna á tjónið ásamt næstu skrefum:  

1. Tjón eru tilkynnt á vef TM www.tm.is/tjon/okutaekid (Opens in new window)
2. Næst þarf að fara með bílinn í tjónamat til viðurkenndra Toyota þjónustuaðila, sjá lista yfir þjónustuaðila hér  
3. Þú færð bílaleigubíl á meðan bíllinn þinn er í viðgerð
4. Eigináhættan er greidd á verkstæðinu að viðgerð lokinni

Ef þig vantar aðstoð hafðu þá samband í síma 515-2640 eða sendu okkur tölvupóst á toyotatjon@tm.is (Opens in new window)

Opnunartími Toyota trygginga er 9-16 mánudaga til fimmtudaga og 9-15 á föstudögum.