Skip to Main Content (a11yPressEnter)

AÐ STARFA HJÁ TOYOTA

Kynntu þér stefnur og gildi Toyota

Við leitum að starfsfólki sem býr yfir ríkri þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum, því markmið okkar er að veita viðskiptavinum Toyota framúrskarandi þjónustu. Starfsmenn byggja gildi sín og viðmið í starfi á The Toyota Way: Stjórnunar-, þjónustu- og mannauðsstefnu Toyota.

Toyota á Íslandi er innflytjandi Toyota bifreiða, vara- og aukahluta. Toyota Kauptúni er umboðsaðili Toyota bifreiða, vara- og aukahluta á höfuðborgarsvæðinu. Gagnkvæm virðing og náin samvinna eru hornsteinar daglegrar starfsemi Toyota á Íslandi og Toyota Kauptúni. Hverri áskorun er tekið fagnandi og leita starfsmenn stöðugt leiða til að tryggja áframhaldandi framfarir í öllu því sem við kemur starfsemi fyrirtækisins og þjónustu gagnvart viðskiptavinum þess.

Toyota Way gildin eru leiðarljós okkar sem störfum innan Toyota, þau standa fyrir það sem við virðum og trúum á. Gildin eru fimm og byggja á meginmarkmiðum Toyota gagnvart viðskiptavinum, eigendum, samstarfsaðilum og samfélaginu.

 

Í allri starfsemi Toyota er tekið mið af svökölluðum Toyota Way gildum. Gildin eru fimm og eru eftirfarandi:

 

Áskorun
Við tökum áskorun fagnandi. Toyota notar orðið áskorun í mun víðara samhengi en bara einföld áskorun. Við erum að tala um viðhorf en ekki hugarástand. Við greinum og metum þróun yfir lengra tímabil, höfum sýn til allt að næstu 10 ára. 

 

Stöðugar framfarir (Kaizen)
Er ákveðin hringrás. Margir ferlar stöðugra framfara í rekstrinum sem beinast ávallt að nýjungum og framþróun. Kaizen þýðir að gangrýna og skoða þau kerfi sem fyrir eru og að allir séu tilbúnir að gagnrýna og skora á núverandi kerfi.
Sköpunargleði er lykillinn - við getum náð meiri árangri án þess að auka fjármagn eða mannafla.

 

Þekkingarleit (Genchi Genbutsu)
Felst í því að við leitum að uppsprettunni og kynnum okkur staðreyndir. Að við skiljum vandamálið og greinum uppsprettuna - náum í allar staðreyndir - komum með bestu lausnina.

 

Virðing
Felst í einlægum og heiðarlegum samskiptum og að bera virðingu fyrir öllum sem að málum koma.  Gagnkvæmt traust og ábyrgð.

 

Samvinna
Við hámörkum árangur einstaklingsins og hópsins. Skuldbinding við fræðslu og framfarir.  Virðing fyrir einstaklingnum og skilningur á styrk okkar sem hóps.

Þjálfarar hjá Toyota gegna mikilvægu hutverki þegar kemur að móttöku nýs starfsfólks. Nýtt starfsfólk sem hefur störf hjá Toyota fá úthlutaðann þjálfara og er hlutverk hans að þjálfa nýja starfsmanninn upp í starfið með markvissum hætti sem og kynna fyrir honum fyrirtækið og starfsumhverfið.

 

Markmið þjálfarans:

 

  • Að tryggja að nýju starfsfólki líði sem best fyrstu dagana í starfi. 
  • Stuðla að því að nýtt starfsfólk aðlagist starfi sínu og fyrirtækinu fljótt og vel.  
  • Að nýtt starfsfólk finni eins fljótt og auðið er til öryggis gagnvart vöru og þjónustu sem fyrirtækið veitir.  
  • Skapa jákvæð tengsl við vinnustaðinn frá byrjun.  
  • Lækka starfsmannaveltu sem að jafnaði er mest á fyrstu mánuðunum í starfi.  
  • Stytta tímann sem starfsfólk og stjórnendur þurfa að verja í að upplýsa nýtt starfsfólk um starfið og fyrirtækið.

Þjónustugæði Toyota felast í fimm þáttum:

Áreiðanleiki
Við stöndum við það sem við segjum þegar kemur að því að þjónusta viðskiptavini okkar og leysum þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir og stöndum við þau verð sem við gefum upp.

 

Traust
Við höfum þá þekkingu sem til þarf, sýnum kurteisi, hæfni og þá færni sem þarf til að skapa traust á milli okkar og viðskiptavinarins.

 

Viðbragðsflýtir
Við erum viljug í því að aðstoða viðskiptavini okkar og veitum skjóta og fumlausa þjónustu. Við svörum öllum fyrirspurnum eigi síðar en innan 24 tíma til að viðskiptavinur okkar viti í hvað farvegi mál hans er hverju sinni.

 

Ásýnd
Við leggjum mikið upp úr snyrtilegu umhverfi, bæði utan- og innandyra, erum með samræmda fatastefnu hjá öllum í framlínunni, öll aðstaða viðskiptavina er til fyrirmyndar sem og aðstaða starfsfólks og aðbúnaður þess.

 

Viðmót og framkoma
Við veitum persónulega þjónustu, erum nærgætin, hlustum og látum viðskiptavini okkar skynja að hann sé sérstakur og reynum eftir bestu getu að ávarpa viðkomandi með nafni.

Stefnur

Toyota er umhugað um heilsu starfsmanna sinna. Stefnur Toyota skiptast í heilsuvernd, vinnuvernd og jafnréttisstefnu. Stefnurnar stuðla að betri líðan sem gefa betri og jákvæðari starfsfólk sem að lokum skilar sér í betri þjónustu til viðskiptavina okkar.

HEILSUVERND

Toyota vill leggja sitt af mörkum til að stuðla að bættri líðan starfsfólks og býður meðal annars upp á:

Fríar bólusetningar
- Boðið er uppá bólusetningu gegn inflúensu einu sinni á ári.

Krabbameinsskoðun
- Toyota greiðir fyrir starfsfólk eina krabbameinsskoðun á ári.

Líkamsræktarstyrk
- Markmið styrksins er að starfsfólk sjái hvatningu í því að stunda holla og góða hreyfingu sem eykur líkur á betri líðan líkamlega og andlega.

Líkamsræktarsal
- Starfsfólk hefur aðgang að líkamsræktarsal Toyota ásamt búningsherbergi með sturtuaðstöðu.

Trúnaðarlækni
- Hlutverk trúnaðarlæknis er meðal annars að veita starfsfólki ráðgjöf varðandi egin heilsufarsvandamál og gæta hagsmuna starfsfólks.

Niðurgreiðslu á sálfræði og geðlækniskostnaði
- Toyota gefur starfsfólki sínu kost á að sækja tíma hjá sálfræðingi eða geðlækni ef upp koma aðstæður í lífi þeirra þar sem þeir þarfnast ráðgjafar faglærðs aðila.

 

VINNUVERND

Markmið Toyota er að skapa gott vinnuumhverfi svo starfsfólki líði vel að koma til vinnu hvern dag. Þeir þættir sem stuðla að því eru meðal annars:
 

Alþjóðleg ISO umhverfisvottun
- Toyota hefur fengið faggilda vottun samkvæmt hinum alþjóðlega ISO 14001 umhverfisstaðli, fyrst íslenskra bílaumboða. Staðallinn er stöðugt ferli sem allir starfsmenn tileinka sér til að tryggja bestu nýtingu auðlinda með það að leiðaljósi að lágmarka umhverfisáhrif.

Umhverfis- & gæðastjórar
- eru starfandi í hverri deild og sjá um að umhverfisstefnu og öryggismálum starfsmanna sé fylgt eftir í hvívetna.

Áhættumat
- Öryggisnefnd Toyota kemur að gerð áhættumats sem framfylgir reglugerðum vinnueftirlitsins um áhættumat starfa. Meðal annars er farið yfir hlífðarbúnað, tæki og búnað og umhvefisþætti í vinnuumhverfi. 

Vinnuaðstaða
- Aðstaðan hjá Toyota er glæsileg. Húsnæðið er stórt og opið, með vítt til veggja og mikla lofthæð, lofræstikerfi og lýsing er góð og hljóðdempun er í loftum. Mikið er haft fyrir því að halda starfsumhverfinu hreinu og snyrtilegu. 

Þjálfarinn
- Tryggir að starfsmenn fái kynningu og þjálfun í öryggismálum.

Áætlun gegn einelti
- var samþykkt af stjórn Toyota í nóvember 2011 og í kjölfarið var starfsfólki gert ljóst að hvers kyns einelti eða áreitni er óheimil og muni ekki líðast hjá Toyota.

JAFNRÉTTISSTEFNA

Jafnréttisstefna Toyota er byggð á gildum Toyota Way og styður við það markmið fyrirtækisins að vera eftirsóknarverður vinnustaður. Allir skulu hafa jöfn tækifæri til að nýta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kyni. Í jafnréttisáætluninni eru sett fram markmið og aðgerðir sem lúta að ákvæðum jafnréttislaga sem varða innra starf fyrirtækisins.

Launajafnrétti
- Við ákvörðun launa skal haft að leiðarljósi að kynjum skuli ekki mismunað.  Þeim skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf ef hæfni, starfsreynsla og menntun er sú sama.  Þau skulu einnig njóta sömu kjara hvað varðar þóknun, beina og óbeina.  Starfskjör sem metin eru til fjár eins og t.d. lífeyris-orlofs og veikindaréttur felur ekki í sér mismunun.       

Toyota á Íslandi hefur hlotið jafnlaunavottun skv. jafnlaunastaðli IST 85:2012

Laus störf, starfsþjálfun og starfsþróun
- Við ákvörðun stöðuveitinga í laus störf skal tryggt að umsækjendum sé ekki mismunað vegna kyns.  Allir umsækjendur hafa  jafnan rétt til vinnu hjá félögunum og skal ráðning ávallt ráðast af hæfasta umsækjandanum m.t.t hæfni, menntunar og reynslu.

Samræming á milli fjölskyldulífs og starfs
- Reynt skal eftir fremsta megni að mæta þörfum starfsfólks hvað varðar að samræma skyldur sínar gagnvart fjölskyldu og starfi með sveigjanleika á umsömdum vinnutíma, þar sem því verður við komið.  Taka skal tillit jafnt til fjölskylduaðstæðna starfsfólks sem og þarfa fyrirtækisins. 

Vellíðan á vinnustaðnum
- Toyota starfar eftir gildum The Toyota Way (Áskorun, Stöðugar framfarir, Þekkingarleit, Virðing og Samvinna) sem rammar inn vinnustaðamenningu félaganna.  Á vinnustaðnum skal ávallt komið fram við starfsfólk af virðingu og einnig skal starfsfólk sýna hvert öðru virðingu og kurteisi í samskiptum sem og viðskiptavinum Toyota. Einelti, ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni verða undir engum kringumstæðum liðin á vinnustaðnum.

UMHVERFISSTEFNA

Við höfum einsett okkur að vera í fararbroddi fyrirtækja á sviði umhverfismála og til að ná því höfum við tekið upp ISO 14001 staðalinn fyrst bílaumboða hér á landi.

Boðorð okkar eru:

  • Tökum tillit til umhverfismála í allri starfsemi okkar og vinnum í anda sjálfbærrar þróunar. Þannig stuðlum við að betra umhverfi. 
  • Tryggjum að öllum lagakröfum á sviði umhverfismála verði fullnægt og munum setja okkur strangari kröfur þar sem við á. 
  • Förum að kröfum ISO 14001 staðalsins og bætum stöðugt virkni umhverfisstjórnunarkerfisins. 
  • Leggjum okkur fram við að efla umhverfisvitund starfsfólks og áhuga þeirra á mikilvægi umhverfismála með reglulegri þjálfun.
  • Einsetjum okkur að vera í fararbroddi fyrirtækja í öryggis og umhverfismálum. 
  • Leggjum áherslu á góða umgengni við umhverfið, endurnota og endurvinna það sem fellur til í rekstri eins og hægt er en farga öðru á viðeigandi hátt.
  • Rýnum umhverfisstjórnkerfi okkar árlega og setjum okkur ný markmið í framhaldinu til að þróa og bæta umhverfismál okkar.
  • Nýta rafrænar lausnir til að minnka notkun á pappír.
  • Kolefnishlutlaus starfsemi Toyota - Við kolefnisjöfnum allan rekstur Toyota árlega eftir viðurkenndum aðferðum í samstarfi við Kolvið og Klappir
  • Styðja við náttúrulegan fjölbreytileika svo sem endurheimt vistkerfa og skógrækt.
  • Birta opinberlega upplýsingar um árangur í umhverfismálum og hvetja aðra til að taka af skarið í málaflokknum eins og viðskiptavini, birgja, nágranna og aðra hagsmunaraðila. 
 

Sem einn stærsti bílaframleiðandi heims telur Toyota það skyldu sína að þróa leiðir til að draga úr þeim áhrifum sem framleiðsla og bifreiðanotkun hefur í för með sér. Toyota hefur nú þegar brugðist við þeim umhverfisvanda sem við stöndum frammi fyrir með tvíþættum hætti. Annars vegar nýtir fyrirtækið sér þá þekkingu sem það býr yfir til að framleiða bíla sem minnka álagið á umhverfið og ganga ekki frekar á auðlindir jarðarinnar en orðið er. Hins vegar heldur fyrirtækið áfram þróun sinni á hátækni og rannsóknum á nýjum orkugjöfum sem nýtast munu komandi kynslóðum.