Skip to Main Content (a11yPressEnter)

UMHVERFISSKÝRSLUR TOYOTA Á ÍSLANDI

UMHVERFISUPPGJÖR / SJÁLFBÆRNIUPPGJÖR
  • Viðhorf starfsmanna og eigenda Toyota til umhverfismála byggir á sterkri framtíðarsýn stofnanda fyrirtækisins, Páls Samúelssonar, sem var ötull skógræktarmaður.  Smátt og smátt hefur skilningur okkar, sem tókum við af Páli, aukist á vægi umhverfismála í rekstri fyrirtækisins. Skrefin voru stutt í fyrstu en stóra skrefið var tekið þegar umhverfisstjórnunarkerfið ISO 14001 var innleitt árið 2008. Umhverfisstefna fyrirtækisins er aðeins orð á blaði ef ekki fylgja athafnir. Umhverfisvottunin er ramminn um framkvæmd stefnunnar og upplýst og meðvitað starfsfólk gerir okkur kleift að ná markmiðum okkar.  

    Starfsemi Toyota á Íslandi er hluti af umsvifum eins af stærstu bílaframleiðendum í heimi sem sett hefur sér metnaðarfull markmið í umhverfismálum þar sem horft er nokkra áratugi fram í tímann.  Árangur aðgerða Toyota á Íslandi má finna í umhverfsisuppgjöri. Gögn og upplýsingar í uppgjörinu gilda fyrir árið 2021.
  • Úlfar Steindórsson forstjóri Toyota, Ágústa Steingrímsdóttir umhverfis- og öryggisstjórn Toyota, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Bjartur Máni Sigurðsson umhverfis- og öryggisstjórn Toyota, Ragna Sara Jónsdóttir formaður dómnefndar og Kristján Þorbergsson fjármálastjóri Toyota og annar eigenda við afhendingu viðurkenningar sem Toyota hlaut fyrir að vera Umhverfisfyrirtæki ársins árið 2018.

Umhverfis- / Sjálfbærniuppgjör Toyota á Íslandi ehf. er gert í samræmi við ESG leiðbeiningar sem Nasdaq á Íslandi og Norðurlöndunum gáfu út á árinu 2019. Þessar leiðbeiningar eru byggðar á tillögum sem settar voru fram árið 2015 af Sameinuðu þjóðunum, Samtökum um sjálfbærar kauphallir (Sustainable Stock
Exchange Initiative) og vinnuhópi hjá Alþjóðasamtökum kauphalla (World Federation of Exchange). Einnig er vísað í tilheyrandi viðmið GRI Standard (e. Global Reporting Initiative, GRI100-400) og meginviðmið (e. Reporting Principles, P1-10) alþjóðasáttmála Sameinuðu þjóðanna (United Nations Global Compact, UNGC).

Klappir hafa aðstoðað við gerð umhverfis-/sjálfbærniuppgjörsins, sem byggist á þeim upplýsingum sem Klappir hugbúnaðurinn hefur safnað saman yfir árið.
Uppgjörið hefur að geyma allar helstu upplýsingar um umhverfisþætti Toyota á Íslandi. Klappir skipuleggja og haga vinnu sinni í samræmi við meginreglur Greenhouse Gas Protocol aðferðafræðinnar: Viðeigandi, nákvæmni, heilleiki, samræmi og gagnsæi.

Gögn Toyota á Íslandi eru yfirfarin og metin eftir bestu vitund og nákvæmustu upplýsingum hverju sinni, að undanskildum gögnum tengdum félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Klappir bera ekki ábyrgð á fjárfestingarákvörðunum sem teknar eru á grundvelli þeirra upplýsinga sem hér birtast.

  • Klappir

    Klappir Core er upplýsingakerfi, hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum, á sviði umhverfismála. Þar geta fyrirtæki, stofnanir, borgir og sveitarfélög miðlað umhverfisupplýsingum með rafrænum hætti og þannig dregið úr kostnaði við gerð umhverfis- uppgjörs, samræmt upplýsingagjöf til þeirra sem eiga hagsmuna að gæta og unnið sameiginlega með öðrum fyrirtækjum á landinu að markmiðum Íslendinga í loftlagsmálum. 
    Toyota er áskrifandi að þessum umhverfisstjórnunarhugbúnaði til að ná heildstæðari yfirsýn yfir eigið kolefnisspor og magn úrgangs í samræmi við umhverfisstefnu félagsins.

Smellið til að lesa umhverfis- og sjálfbærniuppgjör síðustu ára.

UMHVERFISSTEFNA TOYOTA

 
 
 

Við höfum einsett okkur að vera í fararbroddi fyrirtækja á sviði umhverfismála hér á landi og til að ná því höfum við tekið upp ISO 14001 staðalinn fyrst bílaumboða hér á landi.

Sem einn stærsti bílaframleiðandi heims telur Toyota það skyldu sína að þróa leiðir til að draga úr þeim áhrifum sem framleiðsla og bifreiðanotkun hefur í för með sér. 
Toyota hefur nú þegar brugðist við þeim umhverfisvanda sem við stöndum frammi fyrir með tvíþættum hætti. Annars vegar nýtir fyrirtækið sér þá þekkingu sem það býr yfir til að framleiða bíla sem minnka álagið á umhverfið og ganga ekki frekar á auðlindir jarðarinnar en orðið er. Hins vegar heldur fyrirtækið áfram þróun sinni á hátækni og rannsóknum á nýjum orkugjöfum sem nýtast munu komandi kynslóðum.

Boðorðin okkar eru:

• Tökum tillit til umhverfismála í allri starfsemi okkar og vinnum í anda sjálfbærrar þróunar. Þannig stuðlum við að betra umhverfi.
• Tryggjum að öllum lagakröfum á sviði umhverfismála verði fullnægt og munum setja okkur strangari kröfur þar sem við á.
• Förum að kröfum ISO 14001 staðalsins og bætum stöðugt virkni umhverfisstjórnunarkerfisins.
• Leggjum okkur fram við að efla umhverfisvitund starfsfólks og áhuga þeirra á mikilvægi umhverfismála með reglulegri þjálfun.
• Einsetjum okkur að vera í fararbroddi fyrirtækja í öryggis og umhverfismálum.
• Leggjum áherslu á góða umgengni við umhverfið, endurnota og endurvinna það sem fellur til í rekstri eins og hægt er en farga öðru á viðeigandi hátt.
• Rýnum umhverfisstjórnkerfi okkar árlega og setjum okkur ný markmið í framhaldinu til að þróa og bæta umhverfismál okkar.
• Nýta rafrænar lausnir til að minnka notkun á pappír.

UMHVERFISÁSKORUN TOYOTA 2050

  • Umhverfisáskorun okkar fyrir árið 2050 var kynnt árið 2015 og hún samanstendur af sex ólíkum áskorunum sem ná til allra þátta fyrirtækisins, vöru- og tækniþróunar á okkar vegum og hlutverks okkar að auðvelda einstaklingum og samfélögum að fræðast um náttúruna og leggja sitt af mörkum í umhverfisvernd.