UMHVERFISSKÝRSLA TOYOTA Á ÍSLANDI 2019

UMHVERFISUPPGJÖR
  • Viðhorf starfsmanna og eigenda Toyota til umhverfismála byggir á sterkri framtíðarsýn stofnanda fyrirtækisins, Páls Samúelssonar, sem var ötull skógræktarmaður.  Smátt og smátt hefur skilningur okkar, sem tókum við af Páli, aukist á vægi umhverfismála í rekstri fyrirtækisins. Skrefin voru stutt í fyrstu en stóra skrefið var tekið þegar umhverfisstjórnunarkerfið ISO 14001 var innleitt árið 2008. Umhverfisstefna fyrirtækisins er aðeins orð á blaði ef ekki fylgja athafnir. Umhverfisvottunin er ramminn um framkvæmd stefnunnar og upplýst og meðvitað starfsfólk gerir okkur kleift að ná markmiðum okkar.  

    Starfsemi Toyota á Íslandi er hluti af umsvifum eins af stærstu bílaframleiðendum í heimi sem sett hefur sér metnaðarfull markmið í umhverfismálum þar sem horft er nokkra áratugi fram í tímann.  Árangur aðgerða Toyota á Íslandi má finna í umhverfsisuppgjöri. Gögn og upplýsingar í uppgjörinu gilda fyrir árið 2019.

  • Úlfar Steindórsson forstjóri Toyota, Ágústa Steingrímsdóttir umhverfis- og öryggisstjórn Toyota, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Bjartur Máni Sigurðsson umhverfis- og öryggisstjórn Toyota, Ragna Sara Jónsdóttir formaður dómnefndar og Kristján Þorbergsson fjármálastjóri Toyota og annar eigenda.

  • Klappir

    Klappir Core er upplýsingakerfi, hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum, á sviði umhverfismála. Þar geta fyrirtæki, stofnanir, borgir og sveitarfélög miðlað umhverfisupplýsingum með rafrænum hætti og þannig dregið úr kostnaði við gerð umhverfis- uppgjörs, samræmt upplýsingagjöf til þeirra sem eiga hagsmuna að gæta og unnið sameiginlega með öðrum fyrirtækjum á landinu að markmiðum Íslendinga í loftlagsmálum. 
    Toyota er áskrifandi að þessum umhverfisstjórnunarhugbúnaði til að ná heildstæðari yfirsýn yfir eigið kolefnisspor og magn úrgangs í samræmi við umhverfisstefnu félagsins.

KOLEFNISHLUTLAUS STARFSEMI TOYOTA

 

Klappir grænar lausnir hafa vottað að starfsemi Toyota er kolefnishlutlaus. Tekið er tillit til allra þátta starfseminnar t.d. eldsneytisnotkunar, ragmagns- og heitavatnsnotkunar og ferðalaga. Við útreikning á nettólosun frá starfsemi fyrirtækisins munar mestu um samstarf við Skógræktarfélag Íslands um Toyotaskóga sem vinna gegn gegn kolefnislosun frá starfseminni og hafa gert undanfarna áratugi. Kolviður sem notar viðurkenndar aðferðir í kolefnisjöfnun hefur staðfest að framlag Toyota fyrir árið 2018 kolefnisjafni alla starfsemi félagsins. Í kjölfarið hefur nýrri línu verið bætt í umhverfisstefnu félagsins: Kolefnishlutlaus starfsemi Toyota - Við kolefnisjöfnum allan rekstur Toyota árlega eftir viðurkenndum aðferðum í samstarfi við Kolvið og Klappir.

 

 

UMHVERFISSTEFNA TOYOTA

 
 

Við höfum einsett okkur að vera í fararbroddi fyrirtækja á sviði umhverfismála hér á landi og til að ná því höfum við tekið upp ISO 14001 staðalinn fyrst bílaumboða hér á landi.

Sem einn stærsti bílaframleiðandi heims telur Toyota það skyldu sína að þróa leiðir til að draga úr þeim áhrifum sem framleiðsla og bifreiðanotkun hefur í för með sér. 
Toyota hefur nú þegar brugðist við þeim umhverfisvanda sem við stöndum frammi fyrir með tvíþættum hætti. Annars vegar nýtir fyrirtækið sér þá þekkingu sem það býr yfir til að framleiða bíla sem minnka álagið á umhverfið og ganga ekki frekar á auðlindir jarðarinnar en orðið er. Hins vegar heldur fyrirtækið áfram þróun sinni á hátækni og rannsóknum á nýjum orkugjöfum sem nýtast munu komandi kynslóðum.

 

Boðorðin okkar eru:

• Tökum tillit til umhverfismála í allri starfsemi okkar og vinnum í anda sjálfbærrar þróunar. Þannig stuðlum við að betra umhverfi.
• Tryggjum að öllum lagakröfum á sviði umhverfismála verði fullnægt og munum setja okkur strangari kröfur þar sem við á.
• Förum að kröfum ISO 14001 staðalsins og bætum stöðugt virkni umhverfisstjórnunarkerfisins.
• Leggjum okkur fram við að efla umhverfisvitund starfsfólks og áhuga þeirra á mikilvægi umhverfismála með reglulegri þjálfun.
• Einsetjum okkur að vera í fararbroddi fyrirtækja í öryggis og umhverfismálum.
• Leggjum áherslu á góða umgengni við umhverfið, endurnota og endurvinna það sem fellur til í rekstri eins og hægt er en farga öðru á viðeigandi hátt.
• Rýnum umhverfisstjórnkerfi okkar árlega og setjum okkur ný markmið í framhaldinu til að þróa og bæta umhverfismál okkar.
• Nýta rafrænar lausnir til að minnka notkun á pappír.

TOYOTA GRÆÐIR LANDIÐ

  • Birkigræðlingar

    Umhverfismánuður Toyota er í júní. Í tilefni umhverfismánaðar tókum við upp á því að gefa viðskiptavinum, sem áttu leið til okkar, birkigræðlinga til gróðursetningar. Viðtökurnar voru vonum framar. Fólk þáði plöntur til að gróðursetja við sumarbústaðinn eða í garðinum, auk þess sem margir eigi landskika sem þeir vilji græða.

  • Sátt­ur viðskipta­vin­ur tek­ur við birkigræðling­um úr hönd­um Halldórs Ragnars, starfsmanni Toyota á Íslandi í tilefni umhverfismánaðar.

  • Blái herinn

    Blái herinn er heiti á grasrótarstarfi sem unnið er undir stjórn Tómasar J. Knútssonar, frumkvöðuls í umhverfismálum. Hann starfaði sem kafari og sá við vinnu sína hvernig umhorfs var á sjávarbotni í höfnum landsins. Hann ákvað að hefja hreinsun hafnanna og strandlengjunnar, aðallega á Reykjanesi. Blái herinn hefur hirt um 1.100 tonn af rusli og drasli úr höfnum og fjörum. Þar af eru um 100 tonn af rafgeymum.

    Toyota hefur stutt Bláa herinn með því að leggja til pallbíl til starfseminnar frá 2005.

UMHVERFISÁSKORUN TOYOTA 2050

  • Umhverfisáskorun okkar fyrir árið 2050 var kynnt árið 2015 og hún samanstendur af sex ólíkum áskorunum sem ná til allra þátta fyrirtækisins, vöru- og tækniþróunar á okkar vegum og hlutverks okkar að auðvelda einstaklingum og samfélögum að fræðast um náttúruna og leggja sitt af mörkum í umhverfisvernd.

ÁRANGUR OKKAR Í UMHVERFISMÁLUM

 
 

Almennt má sjá samdrátt í losun í flestum þáttum starfseminnar en aukning í flugferðum veldur þó hækkun á heildarlosun frá starfsemi Toyota árið 2019 í samanburði við árið á undan. Skýring á þessu er árshátíðarferð erlendis sem fyrirtækið fór með starfsmenn sína á árinu.

Hlutfall óflokkanlegs sorps hjá Toyota fer stöðugt minnkandi, alls 91,4% af heilarsorpi var flokkað árið 2019. Allar þær umbúðir og kassar sem berast frá Toyota erlendis og frá öðrum birgum eru endurnýttar og notaðar til að senda vörur til innlendra sölu- og þjónustuaðila Toyota. Heildar sorpnotkun hefur aukis milli ára sem eykur ennfrekar mikilvægi þess að flokka sorpið. Auk þess sem sorp er flokkað á hverri starfsstöð höfum við auðveldað viðskiptavinum að flokka sorp með því að koma fyrir aðgengilegum flokkunarílátum í sýningarsölum og öðrum stöðum sem viðskiptavinir fara um hjá Toyota. Í mötuneyti hvetjum við starfsmenn til að huga að matarsóun og taka sér ekki of mikið á diska sína en annars eru allar matarleifar flokkaðar í lífrænan úrgang. Rafmagn- og vatnsnotkun hefur minnkað sem skilar sér í minni orkunotkun í heild fyrir árið 2019 samanborið við 2018.

Toyota leggur mikið upp úr því að kolefnisjafna starfsemi fyrirtækisins og er stolt af því að vera kolefnishlutlaus. Kolviður hefur staðfest að framlag Toyota fyrir árið 2018 kolefnisjafni alla starfsemi félagsins. Tekið er tillit til allra þátta starfseminnar t.d. eldsneytisnotkunar, ragmagns- og heitavatnsnotkunar og ferðalaga. Við útreikning á nettólosun frá starfsemi fyrirtækisins munar mestu um samstarf við Skógræktarfélag Íslands um Toyotaskóga sem vinna gegn kolefnislosun frá starfseminni og hafa gert undanfarna áratugi.

 

 

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að skoða nánar umhverfisframmistöðu fyrirtækisins fyrir árið 2019 samanborna við árið 2018.

Hægt er að skoða skýrsluna í heild sinni á pdf formi með því að smella á hnappinn hér að neðan.